Ákveðið er að fé sem safnast í símakosningu í Evrópusöngvakeppninni renni til Barnaspítala Hringsins. Almenningi gefst kostur á að velja besta lagið laugardagskvöldið 24. maí í slíkri kosningu, eins og verið hefur undanfarin ár.
Birgitta Haukdal söngkona heiðraði Barnaspítala Hringsins með nærveru sinni áður en hún hélt til Riga til að stíga á svið í Evrópusöngvakeppninni. Hún var í för með
Markúsi Erni Antonssyni útvarpsstjóra og Heiðrúnu Jónsdóttur upplýsingafulltrúa Símans en þau færðu barnaspítalanum 2,8 milljónir króna sem söfnuðust í símakosningu Söngvakeppni Sjónvarpsins 15. febrúar síðastliðinn. Hvert símtal í símakosningunni kostaði 100 krónur, þar af runnu 40 krónur til Barnaspítala Hringsins til að auka og bæta tækjabúnað hans.
Birgitta Haukdal söngkona heiðraði Barnaspítala Hringsins með nærveru sinni áður en hún hélt til Riga til að stíga á svið í Evrópusöngvakeppninni. Hún var í för með
Markúsi Erni Antonssyni útvarpsstjóra og Heiðrúnu Jónsdóttur upplýsingafulltrúa Símans en þau færðu barnaspítalanum 2,8 milljónir króna sem söfnuðust í símakosningu Söngvakeppni Sjónvarpsins 15. febrúar síðastliðinn. Hvert símtal í símakosningunni kostaði 100 krónur, þar af runnu 40 krónur til Barnaspítala Hringsins til að auka og bæta tækjabúnað hans.