Úthlutað verður úr Vísindasjóði Landspítala - háskólasjúkrahúss í dag, öðru sinni, nú 28 milljónum til 88 verkefna. Úthlutunin verður í nýja fyrirlestrasalnum við hliðina á barnaspítalanum og hefst klukkan 16:00. Hún er liður í dagskránni Vísindi á Vordögum sem hefst í dag kl. 13:00 á sama stað. Þar verða kynntar fjölmörgar rannsóknir vísindamanna á LSH. Ástæða er til að vekja athygli á ávarpi Sten Lindahl prófessors í svæfinga- og gjörgæslufræðum við Karolinska Institutet í Stokkhólmi og fulltrúa í Nóbelsnefndinni fyrir læknisfræði.
Dagskráin Vísindi á Vordögum er öllum opin.