Dagskráin Vísindi á Vordögum er hafin. Fyrsti fyrirlesari var Svíinn Sten Lindahl prófessor í svæfinga og gjörgæslufræðum við Karolinska Institutet í Stokkhólmi og fulltrúi í Nóbelsnefndinni fyrir læknisfræði. Fyrirlestur hann nefndist "A Vision of a University Hospital". Fyrsta degi Vordaga LSH 2003 lýkur með úthlutun úr Vísindasjóði Landspítala - háskólasjúkrahúss. Á morgun, þriðjudag, verður klukkan 13:00 opnuð veggspjaldasýning í K-byggingu.
Sten Lindahl með fyrirlestur
Sænski prófessorinn Sten Lindahl var fyrsti fyrirlesari á dagskránni Vísindi á Vordögum.