Blóðbankinn tekur nú í notkun nýja uppfærslu af tölvukerfi sínu. Viðskiptavinir þ.e. notendur framleiðslu og þjónustu Blóðbankans verða fyrst varir við breytingar með nýju útliti merkinga blóðhluta. Flest eyðublöð frá Blóðbankanum verða fyrst um sinn óbreytt með þeirri undantekningu að eyðublaðið Blóðhlutar fráteknir / gefnir breytist frá því sem áður var. Framleiðslukóðar breytast frá því sem áður var með alþjóðlegri merkingu framleiðslunnar.
Leiðbeiningar fyrir starfsfólk heilbrigðisþjónustu eru tiltækar hér
Starfsfólk Blóðbankans vekur einnig athygli á handbók hans en í henni eru nytsamlegar upplýsingar fyrir heilbrigðisstarfsfólk í vinnu sinni.