STAÐA ? STYRKUR ? SÝN er námskeið sem er ætlað sjúklingum sem eru að takast á við alvarlega sjúkdóma/aðgerðir og eru að útskrifast eða eru þegar útskrifaðir frá vefrænum deildum LSH. Sálfræðingar á sálfræðiþjónustu vefrænna deilda LSH hafa umsjón með námskeiðinu sem hefur það að markmiði að bæta andlega líðan þátttakenda og efla stjórn og áhrif á sjúkdómsferli þeirra og bata. Læknar, hjúkrunarfræðingar og annað fagfólk vefrænna deilda LSH sjá um að útfylla eyðublöð (?beiðni um sálfræðiþjónustu?), sem liggja á flestum deildum og hægt er að nálgast á Netinu. Sálfræðingur tekur við tilvísunum innan síns
sviðs. Fólk með alvarlegar geðraskanir, ofneysluvandamál eða alvarlega vitsmunaskerðingu telst ekki hæft til þátttöku.
Námskeiðið stendur yfir í 5 vikur og hittast þátttakendur (8-10 manns) einu sinni í viku, tvo tíma í senn
Staður: Landspítali Kópavogi, neðri hæð skrifstofubyggingar
Dags.: Miðvikudagar 16. apríl - 14. maí 2003, kl. 10:00-12:00.
Nánari upplýsingar er hægt að nálgast hjá sálfræðingum sálfræðiþjónustunnar í síma 543 9200.