Öll starfsemi Barnaspítala Hringsins hófst á nýjum stað í dag, fimmtudag 3. apríl 2003. Allar barnadeildir sem voru á Hringbraut og í Fossvogi er nú komnar í nýja Barnaspítalann. Flutningurinn gekk vel og mikil ánægja sjúklinga og starfsmanna með nýjar og glæsilegar vistarverur.
Deildir og helstu símanúmer á Barnaspítala Hringsins:
Barnadeild 22E s. 543 3760
Barnadeild 23E s. 543 3780
Barnaskurðdeild 22D s. 543 3750
Bráðamóttaka barna 20D s. 543 3730
Dagdeild 20E s. 543 3710
Göngudeild s. 543 3710
Vökudeild 23D s. 543 3770
Aðalinngangur Barnaspítala Hringsins er bakvið Kvennadeildarbygginguna og snýr að Hringbraut.
Símanúmer móttöku í anddyri er 543 3700Samband við vakthafandi lækna á Barnaspítala Hringsins er eftir sem áður gegnum skiptiborð Landspítala - háskólasjúkrahúss, s. 543 1000.
Bráðamóttaka barna
er á jarðhæð Barnaspítala Hringsins, 20D. Hún verður opin allan sólarhringinn. Gengið er gegnum aðaldyr Barnaspítalans frá 7:00 á morgnana til miðnættis virka daga. Frá miðnætti til kl. 7:00 á morgnana virka daga er farið inn um næturinngang Landspítala frá Eiríksgötu og frá miðnætti til kl.10:00 um helgar.
ATH. Börn sem slasast fara á slysa- og bráðadeild í Fossvogi.
Í Fossvogi verða áfram nokkur legurými fyrir börn sem farið hafa í aðgerðir þar, svo og börn sem lenda í slysum. Starfsfólk barnasviðs, læknar og hjúkrunarfræðingar verða áfram í Fossvogi til að þjónusta þessi börn.
Sjúkrabílar koma allan sólarhringinn beint að Barnaspítalanum. Innkeyrsla þeirra er við Barónsstíg, á bakvið gamla Kennaraskólann.