Rannsóknaþjónusta Háskóla Íslands stendur fyrir þremur námskeiðum um hagnýtingu rannsóknarniðurstaðna í apríl. Fyrsta námskeiðið verður laugardaginn 5. apríl og fjallar um verndun hugverka og einkaleyfisumsóknir. Leiðbeinendur á námskeiðinu eru sérfræðingar frá A&P Árnason lögfræðiskrifstofunni en auk þeirra mun frumkvöðull úr háskólasamfélaginu koma í heimsókn og segja frá sinni reynslu af einkaleyfisumsóknum. Nánari upplýsingar um námskeiðin má finna með því að smella á "Hugmyndasamkeppnin Upp úr skúffunum" hér fyrir neðan og á heimasíðu Rannsóknaþjónustunnar www.rthj.hi.is
Hugmyndasamkeppnin Upp úr skúffunum verður haldin í fimmta sinn nú í vetur. Verkefnið nær til allra starfsmanna og nemenda við Háskóla Íslands og Landspítala - háskólasjúkrahúss og er tvíþætt: Annars vegar felst það í hugmyndasamkeppni tengdri hagnýtingu rannsóknaniðurstaðna á öllum fræðasviðum, hins vegar í ráðgjöf, námskeiðum og margvíslegri aðstoð við rannsóknarfólk.
Laugardaginn 5. apríl, kl. 9:00 -12:30
Verndun hugverka og einkaleyfisumsóknir
Laugardaginn 12. apríl, kl. 9:00 -12:30
Styrkjakerfið – Alþjóðleg Akademía
Laugardaginn 26. apríl, kl. 9:00 - 12:30
Verkefnastjórnun í rannsókna- og þróunarverkefnum
Hvert námskeið kostar kr. 1.500,- en tekið er á móti skráningum hjá Rannsóknaþjónustu H.Í. í síma 525 4900 og netfang rthj@hi.is.
Á námskeiðunum verður lögð áhersla á að vinna með verkefni og hugmyndir sem þátttakendur koma fram með. Í kjölfar námskeiðsins og byggt á drögum að verkáætlun geta þátttakendur óskað eftir frekari ráðgjöf leiðbeinanda við sérstök verkefni. Í kjölfar námskeiðanna verður þátttakendum boðið að taka þátt í hugmyndasamkeppninni með verkefnahugmyndir er tengjast nýtingu rannsóknaniðurstaðna, en umsóknafrestur í samkeppnina verður í maí. Nánari upplýsingar um samkeppnina og verðlaunahafa í ár og fyrri ára má finna á kynningarsíðum þess www.uppurskuffunum.hi.is. Einnig veita Stefanía Kristinsdóttir steffy@hi.is og Andrés Pétursson ap@hi.is hjá Rannsóknaþjónustu HÍ upplýsingar um samkeppnina. Sími 525 4900.