Starfsemi göngudeildar endurhæfingarsviðs fyrir krabbameinssjúka, í Kópavogi, er vettvangur í þætti sem Jón Ársæll Þórðarson dagskrárgerðamaður á Stöð 2 vinnur að og fjallar um Margréti Frímannsdóttur alþingiskonu og baráttu hennar við krabbamein. Þeir sem vilja kynna sér starfsemi deildarinnar ættu því að horfa á Sjálfstætt fólk sunnudagskvöldið 16. mars 2003, kl. 20:20. Margréti er meðal annars fylgt eftir í endurhæfingu á göngudeildinni í Kópavogi.
Göngudeildin tók til starfa í janúar 2002. Þetta er eina deildin sem er með sérhæfða þverfaglega krabbameinsendurhæfingu. Við hana starfa móttökuritari í 50% starfi, iðjuþjálfi í 95% starfi, 2 sjúkraþjálfarar í 100% og 25% starfi og aðstoðarmenn iðjuþjálfa og sjúkraþjálfara. Auk þess kemur sálfræðingur að deildinni eftir þörfum. Árið 2002 nýttu 120 einstaklingar sér þjónustuna. Krabbameinslæknar hafa tekið þjónustunni vel, starfsemin fer ört vaxandi og berast 2-4 nýjar beiðnir í hverri viku.
Þeir sem koma á deildina eiga það sameiginlegt að þurfa mikinn stuðning, líkamlega, andlega og félagslega. Þjálfunin er bæði einstaklingshæfð og í hóp. Áður en meðferð hefst fer fram einstaklingsbundið mat. Dæmi um einstaklingshæfða þjálfun getur verið sogæðameðferð, meðferð vegna sértækra stoðkerfisvandamála og þjálfun við daglega iðju og djúpslökun, svo eitthvað sé nefnt. Mikið hópastarf er í gangi og má þar nefna hópleikfimi, slökun, sundleikfimi, þrekleikfimi fyrir karla, gönguhóp, Listasmiðjuhóp, 8 vikna sjálfstyrkingarnámskeið og eldhúshóp. Í vor stendur til að fara af stað með garðyrkjuhóp. Húsnæðið í Kópavogi er mjög heimilislegt og notalegt, þar er m.a. stór sundlaug. Útisvæðið er frábært og stutt í fallegar gönguleiðir.
Göngudeildin tók til starfa í janúar 2002. Þetta er eina deildin sem er með sérhæfða þverfaglega krabbameinsendurhæfingu. Við hana starfa móttökuritari í 50% starfi, iðjuþjálfi í 95% starfi, 2 sjúkraþjálfarar í 100% og 25% starfi og aðstoðarmenn iðjuþjálfa og sjúkraþjálfara. Auk þess kemur sálfræðingur að deildinni eftir þörfum. Árið 2002 nýttu 120 einstaklingar sér þjónustuna. Krabbameinslæknar hafa tekið þjónustunni vel, starfsemin fer ört vaxandi og berast 2-4 nýjar beiðnir í hverri viku.
Þeir sem koma á deildina eiga það sameiginlegt að þurfa mikinn stuðning, líkamlega, andlega og félagslega. Þjálfunin er bæði einstaklingshæfð og í hóp. Áður en meðferð hefst fer fram einstaklingsbundið mat. Dæmi um einstaklingshæfða þjálfun getur verið sogæðameðferð, meðferð vegna sértækra stoðkerfisvandamála og þjálfun við daglega iðju og djúpslökun, svo eitthvað sé nefnt. Mikið hópastarf er í gangi og má þar nefna hópleikfimi, slökun, sundleikfimi, þrekleikfimi fyrir karla, gönguhóp, Listasmiðjuhóp, 8 vikna sjálfstyrkingarnámskeið og eldhúshóp. Í vor stendur til að fara af stað með garðyrkjuhóp. Húsnæðið í Kópavogi er mjög heimilislegt og notalegt, þar er m.a. stór sundlaug. Útisvæðið er frábært og stutt í fallegar gönguleiðir.