Aðalheiður Dagmar Matthíasdóttir hjúkrunarfræðingur hefur verið ráðin deildarstjóri á smitsjúkdóma- og meltingardeild A-7 í Fossvogi. Aðalheiður Dagmar lauk B.Sc. prófi í hjúkrunarfræði frá Háskóla Íslands 1997. Aðalheiður Dagmar starfaði á deild A-7 til ársins 1998. Síðan hefur hún starfað á hjúkrunar- og dvalarheimilinu Lundi, Hellu fyrst sem hjúkrunarfræðingur og síðan sem hjúkrunardeildarstjóri og staðgengill hjúkrunarforstjóra.
Deildarstjóri hjúkrunar vinnur samkvæmt starfslýsingu.