Nýtt rafrænt innköllunarkerfi hefur verið tekið í notkun í Blóðbankanum. Af því tilefni heimsótti Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra Blóðbankann og opnaði kerfið. Með nýja kerfinu verður hægt að boða blóðgjafa í gegnum tölvupóst, SMS skilaboðaþjónustu og með svonefndum GPRS skilaboðum í farsíma. Eins geta blóðgjafar bókað tíma á heimasíðu Blóðbankans á www.blodbankinn.is. Fyritækið Framtíðartækni ehf. hefur þróað þetta kerfi í samstarfi við Blóðbankann og er vonast til að þessi leið eigi eftir að ná til breiðari hóps.
Fréttatilkynning - Framtíðartækni 17. febrúar 2003.