Bónus hefur gefið Barnaspítala Hringsins þrjár fullkomnar stjórnstöðvar fyrir "monitora" sem eru notaðir til að fylgjast með hjartslætti, öndun, súrefnismettun og blóðþrýstingi. Bónus hefur áður gefið slíka stjórnstöð ásamt monitorum. Auk þess gefur Bónus nú hjartalínuritstæki og endurlífgunartæki. Heildarverðmæti gjafarinnar er 10 til 12 milljónir króna
Bónus hefur fært Barnaspítala Hringsins gjafir á undanförnum 5 árum að verðmæti meira en 30 milljónir.
"Hann er með gott hjartalag"
Jóhannes Jónsson í Bónusi afhenti gjöfina í nýbyggingu Barnaspítalans föstudaginn 17. janúar 2003. Á eftir var hann reyndar færður úr að ofan og athugaður í honum hjartslátturinn. Hjartasérfræðingurinn Gunnlaugur Sigfússon sviðsstjóri lækninga á barnasviði og Anna Ólafía Sigurðardóttir deildarstjóri festu á hann viðeigandi búnað. Jóhannes í Bónus fékk svo þann úrskurð að hann væri með gott hjartalag!
Auk Gunnlaugs og og Önnu Ólafíu tóku við gjöfinni af hálfu Banaspítalans prófessor Ásgeir Haraldsson yfirlæknir og forstöðumaður fræðasviðs, Atli Dagbjartsson yfirlæknir vökudeildar og Magnús Ólafsson sviðsstjóri hjúkrunar.
Bónus hefur fært Barnaspítala Hringsins gjafir á undanförnum 5 árum að verðmæti meira en 30 milljónir.
"Hann er með gott hjartalag"
Jóhannes Jónsson í Bónusi afhenti gjöfina í nýbyggingu Barnaspítalans föstudaginn 17. janúar 2003. Á eftir var hann reyndar færður úr að ofan og athugaður í honum hjartslátturinn. Hjartasérfræðingurinn Gunnlaugur Sigfússon sviðsstjóri lækninga á barnasviði og Anna Ólafía Sigurðardóttir deildarstjóri festu á hann viðeigandi búnað. Jóhannes í Bónus fékk svo þann úrskurð að hann væri með gott hjartalag!
Auk Gunnlaugs og og Önnu Ólafíu tóku við gjöfinni af hálfu Banaspítalans prófessor Ásgeir Haraldsson yfirlæknir og forstöðumaður fræðasviðs, Atli Dagbjartsson yfirlæknir vökudeildar og Magnús Ólafsson sviðsstjóri hjúkrunar.