Námskeið fyrir aðstandendur geðsjúkra eru að hefjast á vegum geðsviðs Landspítala - háskólasjúkrahúss. Á fyrra námskeiðinu, 13. og 20.febrúar 2003, verður fjallað um þunglyndi, en á hinu síðara, 6. og 13.mars, um geðklofa. Þverfaglegt teymi mun ræða um hvernig stuðla megi að bættri líðan geðsjúkra og aðstandenda þeirra. Góður tími gefst til umræðna og fyrirspurna.
Námskeiðin verða haldin í samkomusal í húsi iðjuþjálfunar að Kleppi (austan við skrifstofubyggingu) á fimmtudagskvöldum kl. 19:30-22.00. Námskeiðin eru þátttakendum að kostnaðarlausu. Skráning á námskeiðin fer fram í síma 543 4200. Unnt er að skrá sig nú þegar.
Björg Karlsdóttir, félagsráðgjafi
Fanney B. Karlsdóttir, iðjuþjálfi
Guðfinnur P. Sigurfinnsson, geðlæknir
Sóley D. Davíðsdóttir, sálfræðingur
Námskeiðin verða haldin í samkomusal í húsi iðjuþjálfunar að Kleppi (austan við skrifstofubyggingu) á fimmtudagskvöldum kl. 19:30-22.00. Námskeiðin eru þátttakendum að kostnaðarlausu. Skráning á námskeiðin fer fram í síma 543 4200. Unnt er að skrá sig nú þegar.
Björg Karlsdóttir, félagsráðgjafi
Fanney B. Karlsdóttir, iðjuþjálfi
Guðfinnur P. Sigurfinnsson, geðlæknir
Sóley D. Davíðsdóttir, sálfræðingur