Blóðbankinn opnar endurbættan upplýsingavef sinn föstudaginn 10. janúar 2003. Slóðin að heimasíðunni er www.blodbankinn.is. Vefur Blóðbankans er hluti af upplýsingavef Landspítala - háskólasjúkrahúss www.landspitali.is.
Blóðbankavefurinn hefur legið í dvala um skeið en nú er að blásið lífi í hann á nýjan leik fyrir blóðgjafa og aðra áhugasama um blóðgjöf til að nýta sér fróðleik sem þar er að finna.
Helstu nýjungar eru síður um notkun og þörf á blóði frá degi til dags og hvar Blóðbankabílinn er hverju sinni. Á síðunum um bílinn verður hægt að fylgjast með ferðum hans í fyrirtæki og nærliggjandi sveitarfélög. Hér eftir getur fólk svo á hverjum degi fylgst með hvað notað var af blóðhlutum daginn áður og hversu mikið vantar eftir blóðflokkum þann daginn.
Handbók Blóðbankans er á sínum stað en í henni geta starfsmenn á heilbrigðissviði nálgast upplýsingar um blóðhluta, rannsóknir og fleira tengt efni.
Blóðbankavefurinn hefur legið í dvala um skeið en nú er að blásið lífi í hann á nýjan leik fyrir blóðgjafa og aðra áhugasama um blóðgjöf til að nýta sér fróðleik sem þar er að finna.
Helstu nýjungar eru síður um notkun og þörf á blóði frá degi til dags og hvar Blóðbankabílinn er hverju sinni. Á síðunum um bílinn verður hægt að fylgjast með ferðum hans í fyrirtæki og nærliggjandi sveitarfélög. Hér eftir getur fólk svo á hverjum degi fylgst með hvað notað var af blóðhlutum daginn áður og hversu mikið vantar eftir blóðflokkum þann daginn.
Handbók Blóðbankans er á sínum stað en í henni geta starfsmenn á heilbrigðissviði nálgast upplýsingar um blóðhluta, rannsóknir og fleira tengt efni.