Jólakort barnaspítalasjóðs Hringsins er komið út. Kortið prýðir vatnslitamynd eftir listakonuna Önnu Lovísu Tryggvadóttur.
Barnaspítalasjóður Hringsins var stofnaður 1942. Síðan þá hefur það verið aðalhugsjónamál Kvenfélag Hringsins að byggja sérhannaðan barnaspítala. Nú er það takmark að nást því barnaspítalinn verður tekinn í notkun 26. janúar næstkomandi. Nýlega afhentu Hringskonur 150 milljónir króna úr þessum sjóði til stuðnings byggingu Barnaspítala Hringsins.
Jólakort barnspítalasjóðs Hringsins fást bæði með og án texta. Þau eru seld í félagsheimili Hringsins á Ásvallagötu 1 í Reykjavík. Það er einnig hægt að leggja inn pantanir á netfangið hringurinn@simnet.is. Þegar nær dregur jólum verður líka hægt að kaupa kortin í bókaverslunum og apótekum.