Skipuð hefur verið "nefnd um tilhögun ferliverka á LSH". Nefndinni er ætlað að taka upp þráðinn þar sem frá horfið með skýrslu um ferliverk í starfsemi spítalans sem skilað var í byrjun desember 2001. Nefndin sem nú er skipuð á að færa málið á framkvæmdastig. Í erindisbréfi forstjóra er hlutverk nefndarinnar skilgreint. Meðal verkefna er...
- að fjalla um og gera tillögu um í hvaða greinum og í hve ríkum mæli á að sinna ferliverkum á spítalanum í ljósi aðstöðu til starfans,
- að ráðleggja um í hvaða röð og áföngum byggja á upp göngudeildarstarf spítalans,
- að meta og ráðleggja um hverjir skuli sinna ferliverkaþjónustu sem frummeðferðaraðilar í einstökum greinum,
- að meta og gefa ráð um hvaða starfsmenn, aðrir en frummeðferðaraðilar, taki þátt í ferliverka- og göngudeildarþjónustu,
- að gera tillögu um greiðslufyrirkomulag til starfsmanna og
- gera tillögu um móttökutíma á göngudeildum og skipulag skráningar sjúklinga og móttöku.
Nefndinni er ætlað að skila áfangaáliti fyrir 15. desember og lokaáliti eigi síðar en í janúarlok 2003.
Nefndina skipa:
Jóhannes M. Gunnarsson framkvæmdastjóri lækninga, formaður
Anna Stefánsdóttir framkvæmdastjóri hjúkrunar.
Einar Hjaltason yfirlæknir.
Eiríkur Jónsson yfirlæknir.
Eydís Sveinbjarnardóttir sviðsstjóri.
Gísli Einarsson framkvæmdastjóri kennslu, vísinda og þróunar.
Guðmundur I. Bergþórsson sviðsstjóri.
Gyða Baldursdóttir deildarstjóri.
Halldór Kolbeinsson yfirlæknir.
Hildigunnur Friðjónsdóttir deildarstjóri.
Kalla Malmquist yfirsjúkraþjálfari.
Sverrir Bergmann formaður læknaráðs.
Torfi Magnússon ráðgjafi forstjóra, starfsmaður nefndarinnar.
Þórður Harðarson prófessor, varaformaður.
- að fjalla um og gera tillögu um í hvaða greinum og í hve ríkum mæli á að sinna ferliverkum á spítalanum í ljósi aðstöðu til starfans,
- að ráðleggja um í hvaða röð og áföngum byggja á upp göngudeildarstarf spítalans,
- að meta og ráðleggja um hverjir skuli sinna ferliverkaþjónustu sem frummeðferðaraðilar í einstökum greinum,
- að meta og gefa ráð um hvaða starfsmenn, aðrir en frummeðferðaraðilar, taki þátt í ferliverka- og göngudeildarþjónustu,
- að gera tillögu um greiðslufyrirkomulag til starfsmanna og
- gera tillögu um móttökutíma á göngudeildum og skipulag skráningar sjúklinga og móttöku.
Nefndinni er ætlað að skila áfangaáliti fyrir 15. desember og lokaáliti eigi síðar en í janúarlok 2003.
Nefndina skipa:
Jóhannes M. Gunnarsson framkvæmdastjóri lækninga, formaður
Anna Stefánsdóttir framkvæmdastjóri hjúkrunar.
Einar Hjaltason yfirlæknir.
Eiríkur Jónsson yfirlæknir.
Eydís Sveinbjarnardóttir sviðsstjóri.
Gísli Einarsson framkvæmdastjóri kennslu, vísinda og þróunar.
Guðmundur I. Bergþórsson sviðsstjóri.
Gyða Baldursdóttir deildarstjóri.
Halldór Kolbeinsson yfirlæknir.
Hildigunnur Friðjónsdóttir deildarstjóri.
Kalla Malmquist yfirsjúkraþjálfari.
Sverrir Bergmann formaður læknaráðs.
Torfi Magnússon ráðgjafi forstjóra, starfsmaður nefndarinnar.
Þórður Harðarson prófessor, varaformaður.