Fjárlaganefnd Alþingis sótti í dag kynningarfund á Eiríksstöðum um málefni Landspítala - háskólasjúkrahús, í boði framkvæmdastjórnar sjúkrahússins. Fundarstjóri var Guðný Sverrisdóttir formaður stjórnarnefndar LSH og á fundinum voru einnig fleiri úr stjórnarnefnd. Á fundinum kynntu forstjóri og framkvæmdastjórar ítarlega fjölmargt í starfi, rekstri og skipulagi Landspítala - háskólasjúkrahúss, svöruðu fyrirspurnum og tóku þátt í umræðum.
Heilbrigðis- og trygginganefnd Alþingis var á Landspítala - háskólasjúkrahúsi í svipaðri heimsókn 30. september síðastliðinn. Nefndarmenn fóru þá einnig í vettvangsskoðanir á nokkrar klínískar deildir sjúkrahússins.
Magnús Pétursson forstjóri Landspítala - háskólasjúkrahúss hefur í hyggju að bjóða á næstunni til fleiri funda með hópum utan sjúkrahússins um málefni þess.
Heilbrigðis- og trygginganefnd Alþingis var á Landspítala - háskólasjúkrahúsi í svipaðri heimsókn 30. september síðastliðinn. Nefndarmenn fóru þá einnig í vettvangsskoðanir á nokkrar klínískar deildir sjúkrahússins.
Magnús Pétursson forstjóri Landspítala - háskólasjúkrahúss hefur í hyggju að bjóða á næstunni til fleiri funda með hópum utan sjúkrahússins um málefni þess.