Afhending Hringskvenna á 150 milljónum króna til byggingar nýs Barnaspítala Hringsins var stór stund. Athöfnin var í anddyri nýbyggingarinnar 19. september 2002. Nú er unnið hörðum höndum að því að ljúka við húsið. Vígsla nýs barnaspítala hefur verið boðuð 26. janúar 2003.
- Við afhendingu gjafafjárins rakti Björg Einarsdóttir rithöfundur sögu tengsla Hringsins við Barnaspítala Hringsins. Björg er að skrifa sögu Hringsins. Ræða hennar við afhendingu gjafafjárins.
- Áslaug Björg Viggósdóttir er formaður Hringsins. Ávarp hennar við afhendingu gjafafjárins.
Ungmenni úr Tónskóla Sigursveins D. Kristinssonar tóku á móti gestum í anddyri
nýbyggingar Barnaspítala Hringsins með fiðluleik. Þórunn Hulda Guðmundsdóttir lék
undir á píanó, stjórnandi var kennari nemendanna, Aðalheiður Matthíasdóttir.
Það var fjölmenni í anddyrinu. Iðnaðarmennirnir viku til hliðar um stund og pússuðu
húsakynning upp fyrir athöfnina.
Í Hringnum eru tæplega 300 konur. Fjölmargar þeirra voru komnar til að afhenda
féð sem þær hafa safnað af mikilli eljusemi árum saman. Þær fengu allar rauða rós.
Björg Einarsdóttir rithöfundur í ræðustól. Hún sagði frá tengslum Hringskvenna
og Barnaspítala Hringsins.
Elísabet Hermannsdóttir fyrrverandi formaður Hringsins afhenti gjafabréfið þríburunum
Söru, Guðjóni og Sif Ólafsbörnum sem tóku við því fyrir hönd barna á Íslandi. Þau
fæddust 24. desember 1989 mikið fyrir tímann og voru í nokkrar vikur á vökudeildinni.
Þríburarnir.......
.....afhentu síðan Ásgeiri Haraldssyni prófessor og yfirlækni gjafabréfið, sem
tók við því fyrir hönd Barnaspítalans og þakkaði fyrir í ræðu.
Magnús Pétursson forstjóri Landspítala - háskólasjúkrahúss stýrði athöfninni og
lauk henni með því að bjóða öllum Hringskonum til vígslu nýs Barnaspítala
Hringsins 26. janúar 2003. Á fremsta bekk voru, auk stjórnenda Hringsins,
fulltrúar ráðuneyta, þar á meðal þrír núverandi ráðherrar, Jón Kristjánsson,
Geir H. Haarde og Siv Friðleifsdóttir og Ingibjörg Pálmadóttir fyrrverandi ráðherra.
Jón Kristjánsson heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra flutti ávarp og færði
Hringskonum þakkir fyrir þeirra merka framlag og þrautseigju.