Guðrún Úlfhildur Grímsdóttir hjúkrunarfræðingur hefur verið ráðin til að gegna starfi deildarstjóra á deild 32C á geðsviði LSH frá og með 1. október 2002. Ráðningin er á grundvelli umsóknar um stöðuna, umfjöllunar í stöðunefnd hjúkrunarráðs LSH, viðtals við sviðsstjóra hjúkrunar geðsviðs og hjúkrunarforstjóra LSH.
Guðrún Úlfhildur lauk B.Sc. prófi í hjúkrunarfræði frá H.Í. 1977 og M.S prófi í hjúkrunarfræði frá Boston University í Bandaríkjunum 1983.
Á 25 ára starfsferli í hjúkrun hefur Guðrún Úlfhildur lengst af starfað við geðhjúkrun.
Deildarstjóri deildar 32C, móttöku- og meðferðardeild á geðsviði starfar eftir starfslýsingu.