"Mér þætti álitlegt, ef lokið yrði að kostnaðargreina starfsemi spítalans eigi síðar en um mitt ár 2004. Jafnhliða, og ekki seinna, en í fjárlögum fyrir árið 2005 hefði ég kosið að sjá gjörbreytta fjármögnun á rekstri spítalans alls", sagði Magnús Pétursson forstjóri Landspítala - háskólasjúkrahúss á ráðstefnu um framtíð DRG-fjármögnunarkerfisins á Íslandi. Ráðstefnan var haldin í Rúgbrauðsgerðinni af LSH og heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu.
Breytt fjármögnun verði 2005
Forstjóri LSH vill að kostnaðargreiningu á starfsemi Landspítala - háskólasjúkrahúss ljúki árið 2004, þannig að hægt verði að breyta fjármögnun alls spítalans árið 2005.