Námskeið fyrir félagsfælna mun hefjast á Landspítala Kleppi þriðjudaginn 1. október 2002 og standa yfir í tíu vikur. Á námskeiðinu verður lögð áhersla á að breyta hugsunarhætti og hegðun sem viðheldur félagsfælni. Námskeiðið samanstendur af fræðslu, verklegum æfingum og vettvangsheimsóknum. Námskeiðið hefur verið haldið áður og hefur gefið góða raun.
Leiðbeinendur á námskeiðinu verða Guðrún Íris Þórsdóttir giristh@landspitali.is og Sóley Dröfn Davíðsdóttir soleydd@landspitali.is, sálfræðingar. Í tilkynningu frá þeim segir: "Ef þú veist um einhvern sem gæti haft gagn af þessu námskeiði, viljum við biðja þig að hafa samband við okkur fyrir 20. september í síma 543 4200 eða senda okkur tölvupóst með upplýsingum um nafn, kennitölu og símanúmer viðkomandi. Mikilvægt er að okkur berist ábendingar um hugsanlega þátttakendur sem allra fyrst, þar sem athuga þarf hvort þátttakendur uppfylli greiningarviðmið DSM-III-R fyrir félagsfælni á CIDI (Greiningarviðtali fyrir geðsjúkdóma sem lagt er fyrir hjá aðstoðarmanni sálfræðinga).