Rannsóknar- og þróunarverkefnið RAI-MH á geðsviði LSH hefur verið valið úr hópi 35 umsókna til að hljóta styrk að upphæð kr. 300.000.- frá heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu. Alls voru 13 styrkir veittir til gæðaverkefna að þessu sinni. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um í hvað styrkurinn verður notaður, en af nógu er að taka t.d. hvað varðar aðkeypta vinnu, aðföng og úrvinnslu gagna.
Nú stendur yfir forprófun á RAI-MH mælitækinu á endurhæfingadeildum geðsviðsins og miðar þeirri vinnu vel, þrátt fyrir mikið vinnuálag á deildunum.
Stýrihópur RAI-MH vill koma á framfæri þakklæti til þeirra hjúkrunarfræðinga á endurhæfingardeildum geðsviðsins, sem lagt hafa þar hönd á plóg.
Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið stefnir að því að halda ráðstefnu um gæðaverkefni í heilbrigðisþjónustunni í haust og þar verður aðstandendum RAI-MH verkefnisins boðið að taka þátt.