Hjartadeild B-7 í Fossvogi verður flutt fimmtudaginn 28. febrúar á deild 14G við Hringbraut. Undirbúningur hefur staðið yfir og gengur samkvæmt áætlun. Með þessu verður búið að sameina þjónustu Landspítala - háskólasjúkrahúss við hjartasjúklinga á einum stað. Breytingin er liður í nýju skipulagi slysa- og bráðaþjónustunar sem tekur gildi 1. mars. Um leið og hjartadeildin flytur á Hringbraut fer gigtardeild 14G á B-7 í Fossvogi. Á deild B-7 verður einnig "hágæsludeild" sem er nýjung í þjónustu við sjúklinga á Landspítala - háskólasjúkrahúsi.
Hjartadeild sameinuð við Hringbraut
28. febrúar: Hjartadeild B-7 í Fossvogi flytur á 14G við Hringbraut. Gigtardeild 14G við Hringbraut flytur á B-7 í Fossvogi.