Landspítali - háskólasjúkrahús gefur fjölmörg lækningatæki og spítalabúnað í nýtt sjúkrahús sem verið er að byggja í Malaví.
Þróunarsamvinnustofnun Íslands er nú að byggja heilsugæslustöð og spítala í Malaví, búa stofnunina tækjum og búnaði og þjálfa starfsfólk. Upptökusvæði spítalans nær til héraðs með um 170 þús. íbúa þar sem aðeins var fyrir lítil heilsugæslustöð í mjög frumstæðu húsnæði, sem verður lögð niður þegar nýja stofnunin verður tekin í notkun. Byggingar heilsugæslustöðvarinnar og spítalans ná yfir um 5 hektara landssvæði. Þar eru byggingar m.a. fyrir almenna heilsugæslustöð, ungbarna- og mæðraeftirlit, lyfjaafgreiðslu, legudeildir fyrir 80 sjúklinga, fæðingarstofnun, skurðstofu, líkhús, stjórnsýslu auk starfsmannahúsa, geymslu fyrir sjúkrabíl o.fl.
Verkefnisstjóri uppbyggingastarfsins er Halldór Jónsson, læknir og auk hans sér Hildur Sólveig Sigurðardóttir, hjúkrunarfræðingur og ljósmóðir, um að byggja upp heilbrigðisþjónustuna á svæðinu í samstarfi við heilbrigðisyfirvöldin í landinu. Heilsugæslustöðin og spítalinn rísa við Malavívatn, þar sem fátækt er einna mest í Malaví. Einmitt á þessum slóðum starfaði læknirinn og landkönnuðurinn heimsfrægi, dr. Livingstone, og er Halldór Jónsson fyrsti evrópskmenntaði læknirinn, sem þar hefur starfað, síðan dr. Livingstone leið. Fyrri áfangi bygginganna, þ.e. þær byggingar og aðstaða sem tilheyra heilsugæslustöðinni, er nú tilbúinn, byggingarnar hafa verið afhentar og er verið að afla búnaðar og tækja. Væntanlega verður hafist handa við síðari byggingaráfangann, sjúkrahússhlutann, á árinu 2003, en heilsugæslustöðin verður formlega tekin í notkun á þessu ári.
Landspítali - háskólasjúkrahús styður við þessa uppbyggingu í Malaví. Í síðustu viku var hlaðið í 40 feta gám ýmsum búnaði, s.s. sjúkrahúslíni, skoðunarbekkjum, barnarúmum, hjólastólum, svo og einföldum tækjum svo sem svæfingavélum, hjartalínuriturum og fleiru, sem endurnýjuð hafa verið til samræmis við kröfur nútímalegra og tæknivæddra sjúkrahúsa. Þessi búnaður er samt í góðu lagi og kemur að fullkomnum notum í Malaví. Þá hafa apótek spítalans og lyfjafyrirtækið DELTA gefið umtalsvet magn lyfja til nota á hinni nýju heilbrigðisstofnun, sem Íslendingar eru að reisa í Malaví. Heilbrigðisráðuneytið kostar flutninginn til Malaví.
Mynd: Sighvatur Björgvinsson forstöðumaður Þróunarsamvinnustofnunar Íslands og
Jóhannes M. Gunnarsson framkvæmdastjóri lækninga þegar var verið að færa
gjafabúnaðinn til Malaví í gám.
Þróunarsamvinnustofnun Íslands er nú að byggja heilsugæslustöð og spítala í Malaví, búa stofnunina tækjum og búnaði og þjálfa starfsfólk. Upptökusvæði spítalans nær til héraðs með um 170 þús. íbúa þar sem aðeins var fyrir lítil heilsugæslustöð í mjög frumstæðu húsnæði, sem verður lögð niður þegar nýja stofnunin verður tekin í notkun. Byggingar heilsugæslustöðvarinnar og spítalans ná yfir um 5 hektara landssvæði. Þar eru byggingar m.a. fyrir almenna heilsugæslustöð, ungbarna- og mæðraeftirlit, lyfjaafgreiðslu, legudeildir fyrir 80 sjúklinga, fæðingarstofnun, skurðstofu, líkhús, stjórnsýslu auk starfsmannahúsa, geymslu fyrir sjúkrabíl o.fl.
Verkefnisstjóri uppbyggingastarfsins er Halldór Jónsson, læknir og auk hans sér Hildur Sólveig Sigurðardóttir, hjúkrunarfræðingur og ljósmóðir, um að byggja upp heilbrigðisþjónustuna á svæðinu í samstarfi við heilbrigðisyfirvöldin í landinu. Heilsugæslustöðin og spítalinn rísa við Malavívatn, þar sem fátækt er einna mest í Malaví. Einmitt á þessum slóðum starfaði læknirinn og landkönnuðurinn heimsfrægi, dr. Livingstone, og er Halldór Jónsson fyrsti evrópskmenntaði læknirinn, sem þar hefur starfað, síðan dr. Livingstone leið. Fyrri áfangi bygginganna, þ.e. þær byggingar og aðstaða sem tilheyra heilsugæslustöðinni, er nú tilbúinn, byggingarnar hafa verið afhentar og er verið að afla búnaðar og tækja. Væntanlega verður hafist handa við síðari byggingaráfangann, sjúkrahússhlutann, á árinu 2003, en heilsugæslustöðin verður formlega tekin í notkun á þessu ári.
Landspítali - háskólasjúkrahús styður við þessa uppbyggingu í Malaví. Í síðustu viku var hlaðið í 40 feta gám ýmsum búnaði, s.s. sjúkrahúslíni, skoðunarbekkjum, barnarúmum, hjólastólum, svo og einföldum tækjum svo sem svæfingavélum, hjartalínuriturum og fleiru, sem endurnýjuð hafa verið til samræmis við kröfur nútímalegra og tæknivæddra sjúkrahúsa. Þessi búnaður er samt í góðu lagi og kemur að fullkomnum notum í Malaví. Þá hafa apótek spítalans og lyfjafyrirtækið DELTA gefið umtalsvet magn lyfja til nota á hinni nýju heilbrigðisstofnun, sem Íslendingar eru að reisa í Malaví. Heilbrigðisráðuneytið kostar flutninginn til Malaví.
Mynd: Sighvatur Björgvinsson forstöðumaður Þróunarsamvinnustofnunar Íslands og
Jóhannes M. Gunnarsson framkvæmdastjóri lækninga þegar var verið að færa
gjafabúnaðinn til Malaví í gám.