Konur úr Thorvaldsensfélaginu komu færandi hendi í gær með eina milljón króna til framhaldsmeðferðarheimilisins Kleifarvegi 15. Þar er framhaldsmeðferð frá barnadeild barna- og unglingageðdeildar (BUGL). Gjöfinni veittu móttöku Magnús Ólafsson framkvæmdastjóri hjúkrunar á "BUGLI" og Salbjörg Bjarnadóttir geðhjúkrunarfræðingur, deildarstjóri á Kleifarvegi, ásamt öðru starfsfólki þar.
Þetta er ekki fyrsta sinn sem konur frá Thorvaldsfélaginu styðja þessa starfsemi með fjárframlagi. Þær gáfu líka í fyrra eina milljón króna. Gjafaféð rann þá og rennur aftur nú til þess að prýða og gera umhverfið vistvænna fyrir börnin á Kleifarvegi 15.