Herdís Gunnarsdóttir hjúkrunarfræðingur er tekin við deildarstjórn á barnadeild 13E. Herdís lauk BSc prófi í hjúkrunarfræði frá HÍ 1993 og meistaraprófi frá hjúkrunarfræðideild sama skóla 2001. Meistararannsókn Herdísar var á þörfum foreldra fyrirbura á vökudeild og stuðningi hjúkrunarfræðinga. Herdís starfaði á gjörgæsludeild Landspítala frá 1992-1993 en lengst af hefur hún starfað á vökudeild-gjörgæslu nýbura auk þess sem hún hefur sinnt klínískri kennslu í barnahjúkrun við HÍ.
Deildarstjóri á barnadeild 13E
Herdís Gunnarsdóttir hjúkrunarfræðingur er nýr deildarstjóri á barnadeild 13E