Norrænt þing æðaskurðlæka verður í Reykjavík 7. til 9. júní 2001. Þetta er í fyrsta skipti sem Ísland er skipuleggjandi að þessu norræna þingi. Í undirbúningshóp þingsins sitja Stefán E. Matthíasson, Halldór Jóhannsson, Georg Steinþórsson, Helgi H. Sigurðsson og Haraldur Hauksson. Þingið verður haldið í aðstöðu Háskóla Íslands í Odda. Í tengslum við það verður haldinn postgraduate kúrs fyrir verðandi æðaskurðlækna. Einnig verður haldið í tengslum við ráðstefnuna vegleg sýning fyrirtækja á framleiðsluvörum sem notaðar eru við æðaskurðlækningar.
Hægt er að skoða dagskrá þingsins á heimasíðu þess, www2.landspitali.is/isvs. Einnig má leita til formanns Æðaskurðlækningafélags Íslands, Stefáns E. Matthíassonar, stefanm@landspitali.is.
Hægt er að skoða dagskrá þingsins á heimasíðu þess, www2.landspitali.is/isvs. Einnig má leita til formanns Æðaskurðlækningafélags Íslands, Stefáns E. Matthíassonar, stefanm@landspitali.is.