Haldið verður fræðslukvöld fyrir aðstandendur sjúklinga á deild A-2, geðdeild Landspítala Fossvogi fimmtudagskvöldið 1. mars.
Á dagskrá verður fræðsla um starfsemi Geðhjálpar og hvernig hún getur nýst aðstandendum.
Fræðslan hefst kl. 20 í fundarherbergi í B álmu á A-2.
Á eftir verða umræður og veitingar í boði A-2.
Fyrirlesarar:
Sveinn Magnússon framkvæmdarstjóri Geðhjálpar
Gunnhildur Bragadóttir fyrir hönd aðstandenda.
Ætlunin er að halda fræðslukvöld með þessu sniði mánaðarlega og er sú hugmynd komin frá aðstandendum sem sóttu fræðslunámskeið á A-2 s.l. vetur.
Allar frekari upplýsingar veita hjúkrunarfræðingar á A-2 í síma 525 1436.