Skipulagsbreytingar á geðsviði
Framkvæmdastjórn Landspítala - háskólasjúkrahúss samþykkti 30. janúar nýtt skipurit fyrir geðsvið spítalans. Samkvæmt hinu nýsamþykkta skipuriti eru 4 meginþættir skilgreindir sem heyra undir sviðstjórn:1. Bráðaþjónusta, móttökudeildir, göngudeildir og Hvítaband
2. Framhaldsmeðferð og endurhæfing
3. Barna- og unglingageðdeild
4. Áfengis- og vímuefnadeildir
Samkvæmt bréfi framkvæmdastjórnar, dagsettu 31. janúar 2001, fellur sú þjónusta sem tekur til allra deilda sviðsins, svo sem starfsmannamál, félagsráðgjöf, iðjuþjálfun og sálfræðiþjónusta beint undir sviðsstjórn eftir nánari ákvörðun stjórnenda sviðsins.
Eftirtaldir munu gegna starfi yfirlækna fyrir þessa 4 meginþætti starfseminnar þar til nýjar stöður hafa verið auglýstar, en það verður gert innan tíðar:
Engilbert Sigurðsson, sem hefur leyst af sem yfirlæknir á geðdeild A-2 í Fossvogi, hefur verið settur yfirlæknir bráðaþáttar.
Halldór Kolbeinsson, sem hefur verið yfirlæknir og forstöðulæknir geðsviðsins í Fossvogi, verður yfirlæknir framhaldsmeðferðar og endurhæfingar.
Ólafur Guðmundsson verður áfram yfirlæknir barna- og unglingageðdeildar.
Erla Axelsdóttir geðlæknir mun vinna að skipulagi og stjórnun áfengis- og vímuefnaþáttar með Jóhannesi Bergsveinssyni yfirlækni.
Hjúkrunarþáttur geðsviðsins ákvað fyrir áramót að hafa einn hjúkrunarframkvæmdastjóra fyrir þætti 1 og 4:
Hjúkrunarframkvæmdastjóri bráðaþáttar og áfengis- og vímuefnaþáttar, er Björg Guðmundsdóttir.
Hjúkrunarframkvæmdastjóri framhaldsmeðferðar og endurhæfingar er Guðný Anna Arnþórsdóttir.
Hjúkrunarframkvæmdastjóri barna- og unglingageðdeildar er Magnús Ólafsson.
Sviðsstjóri hjúkrunar geðsviðs er Eydís Sveinbjarnardóttir og sviðsstjóri lækninga er Hannes Pétursson prófessor.