Sviðsstjórar á klínísku þjónustusviði hafa falið sr. Sigfinni Þorleifssyni að gegna stöðu yfirmanns við prests- og sálgæsluþjónustu á Landspítala - háskólasjúkrahúsi. Staðan var veitt frá 1. janúar. Tilkynning um þetta hefur verið sent framkvæmdastjórn. Henni fylgdi jafnframt ósk um það að starfseminni yrði valið heitið "sálgæsla". Núverandi heiti er tímabundið. Það var samdóma vilji sjúkrahúspresta og djákna á spítalanum að nota þetta heiti.
Sigfinnur Þorleifsson er fæddur árið 1949. Hann varð cand. theol. frá Háskóla Íslands 1973 og lauk meistaranámi í sálgæslu frá háskóla í Bandaríkjunum 1985. Sigfinnur var sóknarprestur í Stóra-Núpsprestaskalli 1974 til 1985 en hefur síðan verið sjúkrahúsprestur á Borgarspítala, síðar Sjúkrahús Reykjavíkur og Landspítali - háskólasjúkrahús. Hann hefur verið lektor og síðar stundakennari í sálgæslu við guðfræðideild Háskóla Íslands frá 1989.
Sigfinnur Þorleifsson er fæddur árið 1949. Hann varð cand. theol. frá Háskóla Íslands 1973 og lauk meistaranámi í sálgæslu frá háskóla í Bandaríkjunum 1985. Sigfinnur var sóknarprestur í Stóra-Núpsprestaskalli 1974 til 1985 en hefur síðan verið sjúkrahúsprestur á Borgarspítala, síðar Sjúkrahús Reykjavíkur og Landspítali - háskólasjúkrahús. Hann hefur verið lektor og síðar stundakennari í sálgæslu við guðfræðideild Háskóla Íslands frá 1989.