Ingólfur Þorláksson hefur verið ráðinn forstöðumaður vistheimilisins Gunnarsholti. Hann tekur við starfinu 1. febrúar af Þorsteini Sigfússyni sem lætur af störfum vegna aldurs. Ingólfur er fæddur 1947. Hann er starfsmaður Heilbrigðisstofnunar Suðurlands og hefur meðal annars verið staðgengill staðarhaldarans á Sogni. Ingólfur er bakarameistari að mennt og hefur verið starfsmaður hjá Kaupfélagi Árnesinga og á Litla-Hrauni.. Hann er ráðinn til að gegna stöðu forstöðumanns í Gunnarholti til eins árs og verður í leyfi frá Heilbrigðisstofnun Suðurlands þann tíma.
Nýr forstöðumaður í Gunnarsholti
Ingólfur Þorláksson hefur verið ráðinn forstöðumaður vistheimilisins Gunnarsholti