Siðanefnd Landspítala - háskólasjúkrahúss hefur verið skipuð af stjórnarnefnd með bréfi Magnúsar Péturssonar forstjóra dagsettu 12. desember 2000 og
henni verið sett erindisbréf. Nefndin starfar eftir reglugerð nr. 552/1999 um vísindarannsóknir á heilbrigðissviði, sem sett var samkvæmt 29. grein laga um réttindi sjúklinga nr. 74/1997. Hlutverk hennar er að meta áætlanir um vísindarannsóknir á Landspítala - háskólasjúkrahúsi.
Siðanefnd skipa:
Finnbogi Jakobsson læknir, tilnefndur af framkvæmdastjórn, formaður,
Sigurjón Stefánsson læknir, tilnefndur af læknaráði,
Aðalsteinn Guðmundsson læknir, tilnefndur af læknaráði,
Hrafn Óli Sigurðsson hjúkrunarframkvæmdastjóri, tilnefndur af hjúkrunarráði,
Jón G. Tómasson hæstaréttarlögmaður, tilnefndur af framkvæmdastjórn,
Magnús R. Jónasson læknir, tilnefndur af landlæknir,
Kalla Malmquist sjúkraþjálfari, tilnefnd fyrir aðrar heilbrigðisstéttir af framkvæmdastjórn.
Varamenn eru Jón Jóhannes Jónsson læknir, Eyþór Björnsson læknir, Ólöf Sigurðardóttir læknir, Jónína Sigurðardóttir hjúkrunarfræðingur, Jóhannes Pálmasson yfirlögfræðingur, Eiríkur Örn Arnarsson sálfræðingur og Salvör Nordal siðfræðingur.
Til athugunar vegna fyrsta fundar í siðanefnd 4. janúar 2001
Fyrsti fundur siðanefndar verður haldinn fimmtudaginn 4. janúar 2001. Umsóknir um vísindarannsóknir sendist Finnboga Jakobssyni, formanni siðanefndar, taugalækningadeild Landspítala Grensási, þar til nýjar verklagsreglur nefndarinnar hafa verið auglýstar. Notast má við fyrri hefðbundna uppsetningu eða eyðublöð vísindasiðanefndar.
Tekið verður á móti umsóknum til afgreiðslu á fyrsta fundi nefndarinnar til kl. 16.00 miðvikudaginn 3. janúar 2001.