Sjötíu ár eru liðin síðan Landspítalinn var tekinn í notkun. Fyrsti sjúklingurinn var lagður inn á Landspítalann 20. desember 1930 og við þann atburð miðast afmælisdagur spítalans. Guðjón Samúelsson húsameistari ríkisins teiknaði bygginguna og húsið reis á árunum 1925 til 1930. Hornsteinn var lagður 15. júní 1926. Konur áttu mikinn þátt í stofnun Landspítalans, meðal annars með því að standa fyrir því að stofnaður var Landspítalasjóður Íslands og safna í hann. Spítalinn var síðan byggður fyrir fé úr þessum sjóði og með fjárveitingum Alþingis. Í Landspítalabókinni sem Gunnar M. Magnúss tók saman er ítarlega fjallað um stofnun Landspítalans og sögu. Í nýútkomnu Tímariti hjúkrunar er einnig grein eftir Erlu Dóris Halldórsdóttur hjúkrunarfræðing og sagnfræðing um þátt kvenna í stofnun Landspítalans. Stjórnendur Landspítalans hafa fullan hug á að minnast þessara tímamóta í sögu spítalans og verður afmælið til sérstakrar umfjöllunar á næsta fundi stjórnarnefndar.
Landspítalinn 70 ára
Í dag eru 70 ár liðin síðan fyrsti sjúklingurinn var lagður inn á Landspítalann.
Sjötíu ár eru liðin síðan Landspítalinn var tekinn í notkun. Fyrsti sjúklingurinn var lagður inn á Landspítalann 20. desember 1930 og við þann atburð miðast afmælisdagur spítalans. Guðjón Samúelsson húsameistari ríkisins teiknaði bygginguna og húsið reis á árunum 1925 til 1930. Hornsteinn var lagður 15. júní 1926. Konur áttu mikinn þátt í stofnun Landspítalans, meðal annars með því að standa fyrir því að stofnaður var Landspítalasjóður Íslands og safna í hann. Spítalinn var síðan byggður fyrir fé úr þessum sjóði og með fjárveitingum Alþingis. Í Landspítalabókinni sem Gunnar M. Magnúss tók saman er ítarlega fjallað um stofnun Landspítalans og sögu. Í nýútkomnu Tímariti hjúkrunar er einnig grein eftir Erlu Dóris Halldórsdóttur hjúkrunarfræðing og sagnfræðing um þátt kvenna í stofnun Landspítalans. Stjórnendur Landspítalans hafa fullan hug á að minnast þessara tímamóta í sögu spítalans og verður afmælið til sérstakrar umfjöllunar á næsta fundi stjórnarnefndar.