Nýtt símanúmer Landspítala – háskólasjúkrahúss verður 543 0000. Framkvæmdastjórn ákvað það á fundi sínum 12. desember. Nýlega voru kynntar í framkvæmdastjórn forathuganir á fjarskiptamálum spítalans, sem unnin var af vinnuhópi undir forystu Rafhönnunar hf. Hópnum var falið að skoða ástand núverandi samskiptakerfa spítalans, áætla þörf hans í náinni framtíð fyrir fjarskiptaþjónustu og meta stöðuna á fjarskiptamarkaði. Í framhaldi af því ákvað framkvæmdastjórn að hefja undirbúning að útboði á nýrri símstöð fyrir spítalann og velja eitt aðal símanúmer fyrir alla stofnunina. Jafnframt var ákveðið að leita til starfsmanna um val á nýju símanúmeri. Þrjú númer voru í boði, 543 0000, 546 0000 og 579 0000. Á heimasíðu spítalans var sett upp netkönnun þar sem var hægt að greiða atkvæði frá 29. nóvember til 10. desember. Alls voru greidd 782 atkvæði og reyndust flestir vilja 543 0000. Framkvæmdastjórn ákvað síðan að staðfesta þá niðurstöðu. Nýja númerið tekur ekki gildi fyrr en ný símstöð hefur verið sett upp sem óvíst er hvenær verður, hugsanlega um mitt næsta ár.
Úrslit í netkönnun
um val á nýju símanúmeri
543 0000 324 atkvæði (41%)
579 0000 306 atkvæði (39%)
546 0000 152 atkvæði (19%)
Úrslit í netkönnun
um val á nýju símanúmeri
543 0000 324 atkvæði (41%)
579 0000 306 atkvæði (39%)
546 0000 152 atkvæði (19%)