Brautskráning á starfsnámskeiði fyrir erlent starfsfólk í öldrunarþjónustu
Félagsmálaráðherra brautskráir í dag hóp erlendra starfsmanna á Landspítala Landakoti sem hefur lokið starfsnámskeiði fyrir erlent starfsfólk í öldrunarþjónustu. Starfsmenntaráð félagsmálaráðuneytisins og menntamálaráðuneytið styrktu verkefnið. Þátttakendur í námskeiðinu voru 27 af 18 þjóðernum. Kennt var þrjá daga í viku, þrjár klukkustundir í senn, samtals 60 klukkustundir. Námskeiðið skiptist í þrennt, íslenskukennslu tengda störfum og verklagi, hugmyndafræði vinnustaðarins og réttindi og skyldur á vinnumarkaði.
Félagsmálaráðherra brautskráir í dag hóp erlendra starfsmanna á Landspítala Landakoti sem hefur lokið starfsnámskeiði fyrir erlent starfsfólk í öldrunarþjónustu. Starfsmenntaráð félagsmálaráðuneytisins og menntamálaráðuneytið styrktu verkefnið. Þátttakendur í námskeiðinu voru 27 af 18 þjóðernum. Kennt var þrjá daga í viku, þrjár klukkustundir í senn, samtals 60 klukkustundir. Námskeiðið skiptist í þrennt, íslenskukennslu tengda störfum og verklagi, hugmyndafræði vinnustaðarins og réttindi og skyldur á vinnumarkaði.