Tekin hefur verið í notkun fullkominn tannlæknastofa á Landspítala Landakoti. Hún var fjármögnuð af framkvæmdasjóði aldraðra. Um er að ræða nýjung í spítalaþjónustu og stórt framfaraskref í þjónustu við aldraða. Heilbrigðisráðherra opnaði tannlæknastofuna formlega 28. nóvember.
Tann- og munnholssjúkdómar eru algengir hjá öldruðum, hvort heldur þeir hafa eigin tennur eða gervitennur. Sjúkdómar í munnholi og tannholdi geta haft alvarlegar heilsufarsafleiðingar, ef þeim er ekki sinnt sem skyldi. Auk verkja og óþæginda, geta þeir leitt af sér staðbundnar og fjarlægar sýkingar og haft alvarleg áhrif á næringu aldraðra. Það skiptir því miklu að fá þessa aðstöðu og að þar verða tveir sérþjálfaðir starfsmenn, Stella Margrét Sigurjónsdóttir tannfræðingur og Helga Ágústsdóttir, tannlæknir, sem hefur sérhæft sig í sjúkrahús- og öldrunartannlækningum í Bandaríkjunum.
Mynd: Við nýja tannlæknastólinn: Anna Birna Jensdóttir hjúkrunarframkvæmdastjóri, Pálmi V. Jónsson forstöðulæknir, Stella Margrét Sigurjónsdóttir tannfræðingur, Helga Ágústsdóttir tannlæknir og Ingibjörg Pálmadóttir heilbrigðismálaráðherra.
Tann- og munnholssjúkdómar eru algengir hjá öldruðum, hvort heldur þeir hafa eigin tennur eða gervitennur. Sjúkdómar í munnholi og tannholdi geta haft alvarlegar heilsufarsafleiðingar, ef þeim er ekki sinnt sem skyldi. Auk verkja og óþæginda, geta þeir leitt af sér staðbundnar og fjarlægar sýkingar og haft alvarleg áhrif á næringu aldraðra. Það skiptir því miklu að fá þessa aðstöðu og að þar verða tveir sérþjálfaðir starfsmenn, Stella Margrét Sigurjónsdóttir tannfræðingur og Helga Ágústsdóttir, tannlæknir, sem hefur sérhæft sig í sjúkrahús- og öldrunartannlækningum í Bandaríkjunum.
Mynd: Við nýja tannlæknastólinn: Anna Birna Jensdóttir hjúkrunarframkvæmdastjóri, Pálmi V. Jónsson forstöðulæknir, Stella Margrét Sigurjónsdóttir tannfræðingur, Helga Ágústsdóttir tannlæknir og Ingibjörg Pálmadóttir heilbrigðismálaráðherra.