"Verðmæti umönnunar fyrir íslenskt samfélag/Öldrunarþjónusta - samábyrgð þjóðarinnar", er yfirskrift ráðstefnu sem haldin verður fimmtudaginn 30. nóvember 2000. Dagskrá hefst kl. 13:00 og ráðstefnunni lýkur kl.16:30. Hún verður haldin í sal 1-3 á Hótel Loftleiðum.
Fyrir ráðstefnunni stendur nefnd heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytis um breytta ímynd ellinnar og þess að starfa með öldruðum, ásamt samstarfsaðilum. Þeir eru heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið, Efling-stéttarfélag Félag íslenskra öldrunarlækna, Félag stjórnenda í öldrunarþjónustu, Deild hjúkrunarforstjóra í Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga, Landlæknisembættið, Landssamband eldri borgara, Sjúkraliðafélag Íslands og Öldrunarráð Íslands.
Ráðstefnustjóri:
Soffía Egilsdóttir forstöðumaður félags- og vistunarsviðs Hrafnistu.
Stjórnandi í pallborðsumræðum:
Helgi Már Arthursson upplýsingafulltrúi heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyti.
Vinabandið frá Félagsstarfi Gerðubergi leikur og syngur lög af nýútgefnum geisladisk sínum ,,Heim í stofu", meðan á skráningu stendur og í kaffihléi.
Ráðstefnugjald kr.1.500.- innifalið kaffi og meðlæti
Fyrir ráðstefnunni stendur nefnd heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytis um breytta ímynd ellinnar og þess að starfa með öldruðum, ásamt samstarfsaðilum. Þeir eru heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið, Efling-stéttarfélag Félag íslenskra öldrunarlækna, Félag stjórnenda í öldrunarþjónustu, Deild hjúkrunarforstjóra í Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga, Landlæknisembættið, Landssamband eldri borgara, Sjúkraliðafélag Íslands og Öldrunarráð Íslands.
Ráðstefnustjóri:
Soffía Egilsdóttir forstöðumaður félags- og vistunarsviðs Hrafnistu.
Stjórnandi í pallborðsumræðum:
Helgi Már Arthursson upplýsingafulltrúi heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyti.
Vinabandið frá Félagsstarfi Gerðubergi leikur og syngur lög af nýútgefnum geisladisk sínum ,,Heim í stofu", meðan á skráningu stendur og í kaffihléi.
Ráðstefnugjald kr.1.500.- innifalið kaffi og meðlæti