Dómnefnd um listskreytingu nýs barnaspítala kynnir mánudaginn 27. nóvember niðurstöðu úr samkeppni sem hún stóð fyrir um skreytinguna. Úrslitin verða kunngjörð á samkomu í glerskála við K-byggingu Landspítala Hringbraut sem hefst kl. 16:00. Allir starfsmenn eru velkomnir.
Upphaflega var haldin opin samkeppni en forvalsnefnd valdi síðan 6 listamenn til að gera tillögu að listskreytingu nýja barnaspítalans. Dómnefnd hefur valið úr tillögum frá þeim og tilkynnir á mánudag hver ber sigur úr býtum.
Hjálmar Árnason alþingismaður og formaður byggingarnefndar Barnaspítala Hringsins var jafnframt formaður dómnefndar. Í dómnefnd áttu líka sæti tveir fulltrúar Sambands íslenskra myndlistarmanna, einn fulltrúui Barnaspítala Hringsins og einn fulltrúi Kvenfélagsins Hringsins.
Verk listamannanna 6 verða til sýnis í glerskála K-byggingar til 4. desember.
Upphaflega var haldin opin samkeppni en forvalsnefnd valdi síðan 6 listamenn til að gera tillögu að listskreytingu nýja barnaspítalans. Dómnefnd hefur valið úr tillögum frá þeim og tilkynnir á mánudag hver ber sigur úr býtum.
Hjálmar Árnason alþingismaður og formaður byggingarnefndar Barnaspítala Hringsins var jafnframt formaður dómnefndar. Í dómnefnd áttu líka sæti tveir fulltrúar Sambands íslenskra myndlistarmanna, einn fulltrúui Barnaspítala Hringsins og einn fulltrúi Kvenfélagsins Hringsins.
Verk listamannanna 6 verða til sýnis í glerskála K-byggingar til 4. desember.