Hreiðrið á kvennadeild Landspítala – háskólasjúkrahúss var opnað föstudaginn 3. nóvember 2000. Ingibjörg Pálmadótir heilbrigðisráðherra var meðal gesta. Þessari nýju deild bárust fjölmargar gjafir í tilefni dagsins og henni var óskað farsældar og iðnaðarmönnum færðar þakkir fyrir glæsilegt handbragð en húsnæðið á þriðju hæð var allt endurnýjað og er hið glæsilegasta. Rósa Bragadóttir er deildarstjóri Hreiðursins. Símanúmer í Hreiðrinu eru 1160 og 1161.
Með Hreiðrinu er brotið blað í rúmlega hálfrar aldar sögu kvennadeildarinnar. Þjónusta þess verður tvenns konar, annars vegar hafa tveir MFS-hópar (Meðganga/Fæðing/Sængurlega) þar aðsetur fyrir fæðingar og stutta sængurlegu, hins vegar verður þar þjónusta fyrir konur sem kjósa stutta sængurlegu og aðstandendur þeirra kvenna. Á deildinni eru 8 fjölskylduherbergi þar sem konan og aðstandandi hennar dvelja. Sumar konurnar verða þar í fæðingu og sængurlegu (MFS), aðrar aðeins í sængurlegu. Gert er ráð fyrir fæðingum á öllum fjölskylduherbergjunum. Aðstaðan í Hreiðrinu er við það miðuð að foreldrar geti báðir tekið virkan þátt í barnseignarferlinu. Mikilvægur hluti þess er að fjölskyldunni allri verður gert kleift að sameinast strax eftir fæðinguna.
Markmið Hreiðursins:
Að veita konum með eðlilega meðgöngu, fæðingu og sængurlegu markvissa þjónustu þar sem áhersla er lögð á samhæfða fræðslu og samræmd skilaboð.
Að gera fjölskyldunni fært að dvelja saman fyrst eftir fæðinguna og styrkja þannig tengslamyndun.
Að forðast óþarfa inngrip í eðlilegt ferli og styrkja foreldra að taka ákvarðanir um þætti er varða þau sjálf og barn þeirra.
Að stuðla að því að þjónustan verði samfelld.
Að vinna að barnvænu sjúkrahúsi.
Starfsemin í Hreiðrinu:
MFS–einingarnar sjá að mestu um þjónustu við konur sem hafa kosið að vera í þeirra umsjá og aðstandendur þeirra.
Ljósmæður Hreiðursins sjá um konur sem fætt hafa á fæðingargangi en kjósa stutta sængurlegu. Auk þess sem þær sinna að hluta konum/aðstandendum MFS-eininganna.
Ljósmæður af fæðingargangi geta koma yfir í Hreiðrið og tekið á móti þar, að því tilskyldu...
...að konan falli undir þau skilyrði sem þarf til að fæða í Hreiðrinu.
...að konan kjósi stutta sængurlegu og heimaþjónustu ljósmóður.
Ljósmæður í MFS-teymunum geta farið yfir á fæðingargang ef sýnt er að inngrip þurfi við fæðingar. Þetta verður þó alltaf sameiginlegt mat ljósmóður og læknis.
Með Hreiðrinu er brotið blað í rúmlega hálfrar aldar sögu kvennadeildarinnar. Þjónusta þess verður tvenns konar, annars vegar hafa tveir MFS-hópar (Meðganga/Fæðing/Sængurlega) þar aðsetur fyrir fæðingar og stutta sængurlegu, hins vegar verður þar þjónusta fyrir konur sem kjósa stutta sængurlegu og aðstandendur þeirra kvenna. Á deildinni eru 8 fjölskylduherbergi þar sem konan og aðstandandi hennar dvelja. Sumar konurnar verða þar í fæðingu og sængurlegu (MFS), aðrar aðeins í sængurlegu. Gert er ráð fyrir fæðingum á öllum fjölskylduherbergjunum. Aðstaðan í Hreiðrinu er við það miðuð að foreldrar geti báðir tekið virkan þátt í barnseignarferlinu. Mikilvægur hluti þess er að fjölskyldunni allri verður gert kleift að sameinast strax eftir fæðinguna.
Markmið Hreiðursins:
Að veita konum með eðlilega meðgöngu, fæðingu og sængurlegu markvissa þjónustu þar sem áhersla er lögð á samhæfða fræðslu og samræmd skilaboð.
Að gera fjölskyldunni fært að dvelja saman fyrst eftir fæðinguna og styrkja þannig tengslamyndun.
Að forðast óþarfa inngrip í eðlilegt ferli og styrkja foreldra að taka ákvarðanir um þætti er varða þau sjálf og barn þeirra.
Að stuðla að því að þjónustan verði samfelld.
Að vinna að barnvænu sjúkrahúsi.
Starfsemin í Hreiðrinu:
MFS–einingarnar sjá að mestu um þjónustu við konur sem hafa kosið að vera í þeirra umsjá og aðstandendur þeirra.
Ljósmæður Hreiðursins sjá um konur sem fætt hafa á fæðingargangi en kjósa stutta sængurlegu. Auk þess sem þær sinna að hluta konum/aðstandendum MFS-eininganna.
Ljósmæður af fæðingargangi geta koma yfir í Hreiðrið og tekið á móti þar, að því tilskyldu...
...að konan falli undir þau skilyrði sem þarf til að fæða í Hreiðrinu.
...að konan kjósi stutta sængurlegu og heimaþjónustu ljósmóður.
Ljósmæður í MFS-teymunum geta farið yfir á fæðingargang ef sýnt er að inngrip þurfi við fæðingar. Þetta verður þó alltaf sameiginlegt mat ljósmóður og læknis.