Greinargerð
Landspítala - háskólasjúkrahúss
um afleiðingar af öldu alvarlegra slysa
á rekstur og fjárhag
Alvarlegum slysum hefur fjölgað mjög að undanförnu og fjöldi fólks látist. Þessi miklu slys hafa valdið óbærilegum þjáningum hjá slösuðum og aðstandendum þeirra. Á Landspítala - háskólasjúkrahúsi hefur margt starfsfólk varið löngum stundum í aðhlynningu slasaðra og lagt sig fram við að lina þjáningar skjólstæðinga sinna. Þetta hafa því verið álagstímar fyrir starfsfólk spítalans og reynt mjög á þrek þess. Fjöldi slysa hefur síðustu misseri farið út yfir öll mörk og áætlanir. Afleiðingarnar eru víðtækar og koma m.a. fram í kostnaði við slysa- og bráðaþjónustu Landspítala - háskólasjúkrahúss umfram áætlanir. Jafnframt hefur starfsemi á bráðamóttökum spítalans stöðugt verið að aukast á undanförnum árum með tilheyrandi kostnaði og áhrifum á annað starf á spítalanum.
Helstu niðurstöður
Margir tugir fólks hafa undanfarna mánuði verið fluttir á Landspítala - háskólasjúkrahús eftir að hafa orðið fyrir alvarlegum slysum. Flestir hafa fengið aðhlynningu á slysadeildinni í Fossvogi og á gjörgæsludeildum þar og við Hringbraut. Í rekstri spítalans er þessari starfsemi áætlað tiltekið fé ár hvert. Slysin núna hafa hins vegar verið óvenju mörg og stór og hefur spítalinn af þeirra völdum orðið fyrir kostnaði langt umfram það sem hægt var að áætla fyrir. Samhliða þessu fjölgar sjúklingum sem leita til bráðaþjónustu spítalans. Sú fjölgun er meiri en svo að hún verði skýrð með íbúafjölgun. Brýnt er að á þessu fáist skýring enda dregur aukningin til sín fjármagn frá öðru starfi á spítalanum.
Í þessari greinargerð er tíunduð aukin starfsemi á slysa- og bráðamóttökum, gjörgæsludeildum og bráðadeildum spítalans sem að hluta er skýrð með fjölgun slysa. Að öðru leyti er brýnt að stjórnvöld kanni og meti hvort um eðlilega þróun sé að ræða.
Heimsóknum á slysa- og bráðadeildir í Fossvogi og við Hringbraut hefur fjölgað verulega:
Heimsóknum á bráðamóttökuna við Hringbraut fjölgaði um 9,7% frá 1998 til 1999 og 13% fyrstu 6 mánuði þessa árs miðað við sömu mánuði í fyrra. Alls leituðu 15.443 aðhlynningar árið 1999.
Heimsóknum á slysa- og bráðamóttökuna í Fossvogi fjölgaði um 13,5% frá 1998 til 1999 og um 8% fyrstu 6 mánuði þessa árs miðað við sama tímabil í fyrra. Alls voru heimsóknir 45.881 árið 1999.
Útköll vegna hópslysaviðbúnaðar eru fleiri á þessu ári en menn minnast að gerst hafi nokkru sinni fyrr á heilu ári eða fjögur talsins.
Slysum fjölgar stöðugt og þau eru líka alvarlegri en áður. Heimsóknir eða komur skjólstæðinga eru af ýmsum toga og tilfellin misalvarleg. Starfsemi slysa- og bráðaþjónustu spítalans eykst að sama skapi á þeim bráðadeildum sem að koma. Athygli vekur að umferðarslysum fjölgar mjög mikið.
a. Slösuðum sem komu til aðhlynningar á slysa- og bráðamóttöku í Fossvogi fjölgaði um 10,6% frá 1998 til 1999. Horfur eru á að þeim fjölgi enn skv. óstaðfestum gögnum en nákvæmar tölur liggja ekki fyrir vegna fyrstu mánaða ársins 2000.
Árið 1998: 27.327
Árið 1999: 30.225
Árið 2000: x
b. Fólki sem naut aðhlynningar á slysa- og bráðamóttöku í Fossvogi eftir umferðarslys fjölgaði um 31% frá 1998 til 1999. Enn er að fjölga þeim sem slasast í umferðinni.
Árið 1998: 2.432
Árið 1999: 3.186
Árið 2000: (7 mánuðir) 3.400 (1.731)
c. Árið 1998 þurfti að leggja 7,9% slasaðra í umferðarslysum inn á spítalann til frekari meðferðar en 7,3% árið 1999. Þetta hlutfall er 8,2% eftir fyrstu 7 mánuði ársins 2000 og staðfestir að slys eru stöðugt að verða alvarlegri og krefjast meiri umönnunar.
Árið 1998: 193
Árið 1999: 234
Árið 2000: (7 mánuðir) 270(142)
d. Legudagar þeirra sem slasast voru 16.017 í Fossvogi og fjölgaði um 35,8% frá 1998 til 1999. Fleiri sjúklingar en áður þurfa að vera í öndunarvél. Sjúklingadagar í öndunarvél voru í Fossvogi 26% fleiri fyrstu 7 mánuði ársins 2000 en sömu mánuði í fyrra. Í júní til ágúst 1998 þurftu 2 sjúklingar að vera í öndunarvél eftir slys, 4 sömu mánuði í fyrra en 19 á sama tímabili í sumar.
e. Í sumar hefur þurft að fresta mikilvægum krabbameinsaðgerðum í Fossvogi vegna þess að gjörgæsludeildin hefur fyllst af slösuðu fólki.
f. Bráðveikir sjúklingar virðast í stórauknum mæli sækja þjónustu á bráðamóttökur Landspítala - háskólasjúkrahúss bæði við Hringbraut og í Fossvogi. Þeim fjölgaði um 19,6% í Fossvogi og um 9,7% við Hringbraut frá 1998 til 1999.
Stjórnendur spítalans hafa eftir bestu getu lagt mat á kostnað stofnunarinnar við þá slysaöldu sem riðið hefur yfir. Það er gert með því að draga saman útlagðan kostnað, þ.e. útköll á aukavaktir, innlagnir á gjörgæsludeildir og legudeildir, auk annars kostnaðar s.s. við hjúkrunarvörur, flutninga og fleira.
Beinn kostnaðarauki Landspítala - háskólasjúkrahúss vegna slysaöldu fyrstu átta mánuði ársins er metinn um 39,6 m.kr. Þá er ekki talinn með kostnaður vegna endurhæfingar sem fellur að hluta á spítalann. Skipting kostnaðar er með þeim hætti að 11,8 m.kr. eru vegna slysadeilda, 12,1 vegna gjörgæsludeilda og 15,7 m.kr vegna legudeilda.
Landspítali - háskólasjúkrahús fer fram á að stjórnvöld fallist á þrennt:
Í fyrsta lagi að bæta spítalanum 39,6 m.kr kostnað af völdum slysa á þessu ári þannig að önnur starfsemi þurfi ekki að líða fyrir.
Í öðru lagi verði hið fyrsta hugað að aðstöðu spítalans til þess að veita slösuðum fyrstu aðhlynningu. Spítalinn þarf stuðning við þetta sem gæti falist í undirbúningi og fyrstu aðgerðum í haust og vetur.
Í þriðja lagi er óskað eftir að stjórnvöld láti athuga hverju sæti mikil aukning á starfsemi á slysa- og bráðamóttökum spítalans og hvernig verði best brugðist við. Haldi sú þróun áfram og verði aðgangur að bráðaþjónustu spítalans jafn óheftur og nú verður nauðsynlegt að endurskoða áherslur í öllu starfi spítalans.
Slysa- og bráðamóttaka í Fossvogi
Frá því að slysa- og bráðamóttakan tók til starfa í Fossvogi árið 1968 hefur hún verið miðstöð slysa- og bráðaþjónustu á Íslandi. Hún er opin alla daga ársins og geta slasaðir og veikir komið án milligöngu læknis. Slasaðir hafa verið um 70% af heildarkomum á slysa- og bráðamóttöku Landspítala Fossvogi. Slösuðum og bráðveikum fjölgaði alls um 13,5% frá 1998 til 1999. Fyrstu 6 mánuði ársins 2000 var aukningin 8% miðað við sömu mánuði í fyrra.
Mynd 1. Komur á slysa- og bráðmóttöku árin 1997 - 1999 og áætlaður fjöldi árið 2000 miðað við aukningu fyrstu 6 mánuði ársins.
Innan slysa- og bráðamóttöku er einnig rekin neyðarmóttaka fyrir þá sem hafa orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi, upplýsingamiðstöð fyrir eitranir og miðstöð áfallahjálpar. Aðstandendum mikið slasaðra, veikra og látinna einstaklinga sem koma á deildina er sinnt, svo og fjarlækningum á Norður-Atlantshafi.
Neyðarbíllinn og þyrluvaktin er mönnuð af læknum deildarinnar og þegar hópslys verða getur slysa- og bráðamóttakan sent á vettvang greiningarsveit með þremur læknum og tveimur hjúkrunarfræðingum á minna en 20 mínútum.
Mynd 2. Fjöldi einstaklinga sem leituðu til slysa- og bráðamóttöku í Fossvogi 1998 og 1999, þ.e. bráðveikt og slasað fólk.
Slasaðir
Slösuðum sem leituðu til slysa- og bráðamóttöku í Fossvogi fjölgaði um 10,6% frá 1998 til 1999 og fjölgar enn á þessu ári miðað við tölur fyrir fyrstu 7 mánuði ársins. Slasaðir voru 27.327 árið 1998 og 30.225 árið 1999.
Legudögum slasaðra á sjúkrahúsinu fjölgaði um 4.188 frá 1998 til 1999 eða um 35,8%. Meðallegutími slasaðra var 8 dagar bæði árin. Endurhæfing er ekki talin með.
Umferðarslys
Alvarleg umferðarslys hafa verið mjög áberandi undanfarna mánuði. Fólki sem leitaði til slysa- og bráðamóttöku eftir umferðarslys fjölgaði um 31% frá 1998 til 1999. Árið 1998 voru slasaðir úr umferðarslysum 2.432, árið 1999 voru þeir 3.186 og 1.731 fyrstu 7 mánuði ársins 2000. Ef sama þróun verður áfram koma 3.400 manns á slysa- og bráðamóttöku í Fossvogi í ár eftir umferðarslys.
Mynd 3. Slasaðir í umferðarslysum sem fá aðhlynningu á slysa- og bráðamóttöku í Fossvogi. Horfur árið 2000 skv. tölum fyrir fyrstu 7 mánuðina.
Innlögnum á sjúkradeildir eftir umferðarslys fjölgar verulega. Af öllum sem slösuðust í umferðarslysum voru 7,9% lögð inn árið 1998, 7,3% 1999 og 8,2% fyrstu 7 mánuði ársins 2000. Innlagðir úr umferðarslysum voru þannig 193 árið 1998, þeim fjölgaði um 21% árið 1999 í 234 og voru orðnir 142 eftir fyrstu 7 mánuði ársins 2000.
Mynd 4. Hlutfall slasaðra í umferðarslysum sem leggjast inn á Landspítala Fossvogi. Áætlun fyrir 2000, skv. reynslu fyrstu 7 mánaða ársins.
· Bráðveikir
Móttaka bráðveikra hefur numið u.þ.b. 30% af komum á slysa- og bráðamóttöku í Fossvogi. Það hlutfall fer hækkandi og var 32,4% árið 1998 og 34,1% árið 1999. Komum þessa sjúklingahóps á bráðamóttöku í Fossvogi fjölgaði um 19,6% frá 1998 til 1999. Innlögnum bráðveikra fjölgaði úr 1.621 árið 1998 í 2.347 árið 1999 eða um 44%. Fyrstu 7 mánuði þessa árs eru þessar innlagnir 1.135.
Bráðamóttaka Hringbraut
Frá því að bráðamóttaka Landspítala Hringbraut var opnuð hafa langflest bráðatilvik sem spítalinn hefur sinnt verið meðhöndluð þar og tekin ákvörðun um innlögn eða útskrift eftir fyrstu greiningu og meðferð.
Mynd 5. Komur á bráðamóttöku við Hringbraut 1997 - 1999 og áætlun fyrir árið 2000 miðað við fjölgun fyrstu 6 mánuði ársins.
Bráðamóttaka við Hringbraut sinnir fyrst og fremst bráðveikum sjúklingum en slysum í tiltölulega litlum mæli. Komum hefur fjölgað verulega undanfarin ár, sérstaklega síðustu 2 ár. Fjölgunin var 9,7% frá 1998 til 1999 og um 13% fyrstu 6 mánuði þessa árs, miðað við sömu mánuði í fyrra.
Starfsemi á bráðamóttöku Landspítala Hringbraut sem tengist slysum er einkum eftirfarandi:
1. Þar er miðstöð fyrir brunaslys og brjóstholsáverka.
2. Slysadeildin í Fossvogi beinir í sumum tilfellum sjúklingum á bráðamóttöku við Hringbraut til aðgerða.
3. Þegar Landspítali Hringbraut er á vakt flytur neyðarbíll sjúklinga stundum beint af vettvangi ef fyrirsjáanlegt er að þeir þurfi að gangast undir aðgerð.
4. Þegar stórslys verða og margir slasast eru sumir þeirra fluttir beint á Landspítala Hringbraut, sbr. flugslys sem varð nýlega.
Gjörgæsludeild Fossvogi
Sjúklingum hefur ekki fjölgað á gjörgæsludeild í Fossvogi fyrstu 7 mánuði ársins, miðað við sömu mánuði 1999 en álag aukist verulega. Aukið álag sést meðal annars á stigagjöf sem mælir ástand sjúklings (APACHE-skor) og annarri sem mælir bráðleika við hjúkrun (acuity), sbr. töflu 1.
Landspítala - háskólasjúkrahúss
um afleiðingar af öldu alvarlegra slysa
á rekstur og fjárhag
Alvarlegum slysum hefur fjölgað mjög að undanförnu og fjöldi fólks látist. Þessi miklu slys hafa valdið óbærilegum þjáningum hjá slösuðum og aðstandendum þeirra. Á Landspítala - háskólasjúkrahúsi hefur margt starfsfólk varið löngum stundum í aðhlynningu slasaðra og lagt sig fram við að lina þjáningar skjólstæðinga sinna. Þetta hafa því verið álagstímar fyrir starfsfólk spítalans og reynt mjög á þrek þess. Fjöldi slysa hefur síðustu misseri farið út yfir öll mörk og áætlanir. Afleiðingarnar eru víðtækar og koma m.a. fram í kostnaði við slysa- og bráðaþjónustu Landspítala - háskólasjúkrahúss umfram áætlanir. Jafnframt hefur starfsemi á bráðamóttökum spítalans stöðugt verið að aukast á undanförnum árum með tilheyrandi kostnaði og áhrifum á annað starf á spítalanum.
Helstu niðurstöður
Margir tugir fólks hafa undanfarna mánuði verið fluttir á Landspítala - háskólasjúkrahús eftir að hafa orðið fyrir alvarlegum slysum. Flestir hafa fengið aðhlynningu á slysadeildinni í Fossvogi og á gjörgæsludeildum þar og við Hringbraut. Í rekstri spítalans er þessari starfsemi áætlað tiltekið fé ár hvert. Slysin núna hafa hins vegar verið óvenju mörg og stór og hefur spítalinn af þeirra völdum orðið fyrir kostnaði langt umfram það sem hægt var að áætla fyrir. Samhliða þessu fjölgar sjúklingum sem leita til bráðaþjónustu spítalans. Sú fjölgun er meiri en svo að hún verði skýrð með íbúafjölgun. Brýnt er að á þessu fáist skýring enda dregur aukningin til sín fjármagn frá öðru starfi á spítalanum.
Í þessari greinargerð er tíunduð aukin starfsemi á slysa- og bráðamóttökum, gjörgæsludeildum og bráðadeildum spítalans sem að hluta er skýrð með fjölgun slysa. Að öðru leyti er brýnt að stjórnvöld kanni og meti hvort um eðlilega þróun sé að ræða.
Heimsóknum á slysa- og bráðadeildir í Fossvogi og við Hringbraut hefur fjölgað verulega:
Heimsóknum á bráðamóttökuna við Hringbraut fjölgaði um 9,7% frá 1998 til 1999 og 13% fyrstu 6 mánuði þessa árs miðað við sömu mánuði í fyrra. Alls leituðu 15.443 aðhlynningar árið 1999.
Heimsóknum á slysa- og bráðamóttökuna í Fossvogi fjölgaði um 13,5% frá 1998 til 1999 og um 8% fyrstu 6 mánuði þessa árs miðað við sama tímabil í fyrra. Alls voru heimsóknir 45.881 árið 1999.
Útköll vegna hópslysaviðbúnaðar eru fleiri á þessu ári en menn minnast að gerst hafi nokkru sinni fyrr á heilu ári eða fjögur talsins.
Slysum fjölgar stöðugt og þau eru líka alvarlegri en áður. Heimsóknir eða komur skjólstæðinga eru af ýmsum toga og tilfellin misalvarleg. Starfsemi slysa- og bráðaþjónustu spítalans eykst að sama skapi á þeim bráðadeildum sem að koma. Athygli vekur að umferðarslysum fjölgar mjög mikið.
a. Slösuðum sem komu til aðhlynningar á slysa- og bráðamóttöku í Fossvogi fjölgaði um 10,6% frá 1998 til 1999. Horfur eru á að þeim fjölgi enn skv. óstaðfestum gögnum en nákvæmar tölur liggja ekki fyrir vegna fyrstu mánaða ársins 2000.
Árið 1998: 27.327
Árið 1999: 30.225
Árið 2000: x
b. Fólki sem naut aðhlynningar á slysa- og bráðamóttöku í Fossvogi eftir umferðarslys fjölgaði um 31% frá 1998 til 1999. Enn er að fjölga þeim sem slasast í umferðinni.
Árið 1998: 2.432
Árið 1999: 3.186
Árið 2000: (7 mánuðir) 3.400 (1.731)
c. Árið 1998 þurfti að leggja 7,9% slasaðra í umferðarslysum inn á spítalann til frekari meðferðar en 7,3% árið 1999. Þetta hlutfall er 8,2% eftir fyrstu 7 mánuði ársins 2000 og staðfestir að slys eru stöðugt að verða alvarlegri og krefjast meiri umönnunar.
Árið 1998: 193
Árið 1999: 234
Árið 2000: (7 mánuðir) 270(142)
d. Legudagar þeirra sem slasast voru 16.017 í Fossvogi og fjölgaði um 35,8% frá 1998 til 1999. Fleiri sjúklingar en áður þurfa að vera í öndunarvél. Sjúklingadagar í öndunarvél voru í Fossvogi 26% fleiri fyrstu 7 mánuði ársins 2000 en sömu mánuði í fyrra. Í júní til ágúst 1998 þurftu 2 sjúklingar að vera í öndunarvél eftir slys, 4 sömu mánuði í fyrra en 19 á sama tímabili í sumar.
e. Í sumar hefur þurft að fresta mikilvægum krabbameinsaðgerðum í Fossvogi vegna þess að gjörgæsludeildin hefur fyllst af slösuðu fólki.
f. Bráðveikir sjúklingar virðast í stórauknum mæli sækja þjónustu á bráðamóttökur Landspítala - háskólasjúkrahúss bæði við Hringbraut og í Fossvogi. Þeim fjölgaði um 19,6% í Fossvogi og um 9,7% við Hringbraut frá 1998 til 1999.
Stjórnendur spítalans hafa eftir bestu getu lagt mat á kostnað stofnunarinnar við þá slysaöldu sem riðið hefur yfir. Það er gert með því að draga saman útlagðan kostnað, þ.e. útköll á aukavaktir, innlagnir á gjörgæsludeildir og legudeildir, auk annars kostnaðar s.s. við hjúkrunarvörur, flutninga og fleira.
Beinn kostnaðarauki Landspítala - háskólasjúkrahúss vegna slysaöldu fyrstu átta mánuði ársins er metinn um 39,6 m.kr. Þá er ekki talinn með kostnaður vegna endurhæfingar sem fellur að hluta á spítalann. Skipting kostnaðar er með þeim hætti að 11,8 m.kr. eru vegna slysadeilda, 12,1 vegna gjörgæsludeilda og 15,7 m.kr vegna legudeilda.
Landspítali - háskólasjúkrahús fer fram á að stjórnvöld fallist á þrennt:
Í fyrsta lagi að bæta spítalanum 39,6 m.kr kostnað af völdum slysa á þessu ári þannig að önnur starfsemi þurfi ekki að líða fyrir.
Í öðru lagi verði hið fyrsta hugað að aðstöðu spítalans til þess að veita slösuðum fyrstu aðhlynningu. Spítalinn þarf stuðning við þetta sem gæti falist í undirbúningi og fyrstu aðgerðum í haust og vetur.
Í þriðja lagi er óskað eftir að stjórnvöld láti athuga hverju sæti mikil aukning á starfsemi á slysa- og bráðamóttökum spítalans og hvernig verði best brugðist við. Haldi sú þróun áfram og verði aðgangur að bráðaþjónustu spítalans jafn óheftur og nú verður nauðsynlegt að endurskoða áherslur í öllu starfi spítalans.
Slysa- og bráðaþjónusta
Landspítala - háskólasjúkrahúss
-Verulega aukin starfsemi vegna alvarlegra slysa og bráðra veikinda-
Landspítala - háskólasjúkrahúss
-Verulega aukin starfsemi vegna alvarlegra slysa og bráðra veikinda-
Slysa- og bráðamóttaka í Fossvogi
Frá því að slysa- og bráðamóttakan tók til starfa í Fossvogi árið 1968 hefur hún verið miðstöð slysa- og bráðaþjónustu á Íslandi. Hún er opin alla daga ársins og geta slasaðir og veikir komið án milligöngu læknis. Slasaðir hafa verið um 70% af heildarkomum á slysa- og bráðamóttöku Landspítala Fossvogi. Slösuðum og bráðveikum fjölgaði alls um 13,5% frá 1998 til 1999. Fyrstu 6 mánuði ársins 2000 var aukningin 8% miðað við sömu mánuði í fyrra.
Mynd 1. Komur á slysa- og bráðmóttöku árin 1997 - 1999 og áætlaður fjöldi árið 2000 miðað við aukningu fyrstu 6 mánuði ársins.
Innan slysa- og bráðamóttöku er einnig rekin neyðarmóttaka fyrir þá sem hafa orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi, upplýsingamiðstöð fyrir eitranir og miðstöð áfallahjálpar. Aðstandendum mikið slasaðra, veikra og látinna einstaklinga sem koma á deildina er sinnt, svo og fjarlækningum á Norður-Atlantshafi.
Neyðarbíllinn og þyrluvaktin er mönnuð af læknum deildarinnar og þegar hópslys verða getur slysa- og bráðamóttakan sent á vettvang greiningarsveit með þremur læknum og tveimur hjúkrunarfræðingum á minna en 20 mínútum.
Mynd 2. Fjöldi einstaklinga sem leituðu til slysa- og bráðamóttöku í Fossvogi 1998 og 1999, þ.e. bráðveikt og slasað fólk.
Slasaðir
Slösuðum sem leituðu til slysa- og bráðamóttöku í Fossvogi fjölgaði um 10,6% frá 1998 til 1999 og fjölgar enn á þessu ári miðað við tölur fyrir fyrstu 7 mánuði ársins. Slasaðir voru 27.327 árið 1998 og 30.225 árið 1999.
Legudögum slasaðra á sjúkrahúsinu fjölgaði um 4.188 frá 1998 til 1999 eða um 35,8%. Meðallegutími slasaðra var 8 dagar bæði árin. Endurhæfing er ekki talin með.
Umferðarslys
Alvarleg umferðarslys hafa verið mjög áberandi undanfarna mánuði. Fólki sem leitaði til slysa- og bráðamóttöku eftir umferðarslys fjölgaði um 31% frá 1998 til 1999. Árið 1998 voru slasaðir úr umferðarslysum 2.432, árið 1999 voru þeir 3.186 og 1.731 fyrstu 7 mánuði ársins 2000. Ef sama þróun verður áfram koma 3.400 manns á slysa- og bráðamóttöku í Fossvogi í ár eftir umferðarslys.
Mynd 3. Slasaðir í umferðarslysum sem fá aðhlynningu á slysa- og bráðamóttöku í Fossvogi. Horfur árið 2000 skv. tölum fyrir fyrstu 7 mánuðina.
Innlögnum á sjúkradeildir eftir umferðarslys fjölgar verulega. Af öllum sem slösuðust í umferðarslysum voru 7,9% lögð inn árið 1998, 7,3% 1999 og 8,2% fyrstu 7 mánuði ársins 2000. Innlagðir úr umferðarslysum voru þannig 193 árið 1998, þeim fjölgaði um 21% árið 1999 í 234 og voru orðnir 142 eftir fyrstu 7 mánuði ársins 2000.
Mynd 4. Hlutfall slasaðra í umferðarslysum sem leggjast inn á Landspítala Fossvogi. Áætlun fyrir 2000, skv. reynslu fyrstu 7 mánaða ársins.
· Bráðveikir
Móttaka bráðveikra hefur numið u.þ.b. 30% af komum á slysa- og bráðamóttöku í Fossvogi. Það hlutfall fer hækkandi og var 32,4% árið 1998 og 34,1% árið 1999. Komum þessa sjúklingahóps á bráðamóttöku í Fossvogi fjölgaði um 19,6% frá 1998 til 1999. Innlögnum bráðveikra fjölgaði úr 1.621 árið 1998 í 2.347 árið 1999 eða um 44%. Fyrstu 7 mánuði þessa árs eru þessar innlagnir 1.135.
Bráðamóttaka Hringbraut
Frá því að bráðamóttaka Landspítala Hringbraut var opnuð hafa langflest bráðatilvik sem spítalinn hefur sinnt verið meðhöndluð þar og tekin ákvörðun um innlögn eða útskrift eftir fyrstu greiningu og meðferð.
Mynd 5. Komur á bráðamóttöku við Hringbraut 1997 - 1999 og áætlun fyrir árið 2000 miðað við fjölgun fyrstu 6 mánuði ársins.
Bráðamóttaka við Hringbraut sinnir fyrst og fremst bráðveikum sjúklingum en slysum í tiltölulega litlum mæli. Komum hefur fjölgað verulega undanfarin ár, sérstaklega síðustu 2 ár. Fjölgunin var 9,7% frá 1998 til 1999 og um 13% fyrstu 6 mánuði þessa árs, miðað við sömu mánuði í fyrra.
Starfsemi á bráðamóttöku Landspítala Hringbraut sem tengist slysum er einkum eftirfarandi:
1. Þar er miðstöð fyrir brunaslys og brjóstholsáverka.
2. Slysadeildin í Fossvogi beinir í sumum tilfellum sjúklingum á bráðamóttöku við Hringbraut til aðgerða.
3. Þegar Landspítali Hringbraut er á vakt flytur neyðarbíll sjúklinga stundum beint af vettvangi ef fyrirsjáanlegt er að þeir þurfi að gangast undir aðgerð.
4. Þegar stórslys verða og margir slasast eru sumir þeirra fluttir beint á Landspítala Hringbraut, sbr. flugslys sem varð nýlega.
Gjörgæsludeild Fossvogi
Sjúklingum hefur ekki fjölgað á gjörgæsludeild í Fossvogi fyrstu 7 mánuði ársins, miðað við sömu mánuði 1999 en álag aukist verulega. Aukið álag sést meðal annars á stigagjöf sem mælir ástand sjúklings (APACHE-skor) og annarri sem mælir bráðleika við hjúkrun (acuity), sbr. töflu 1.
Fyrstu 7 mán | 1998 | 1999 | 2000 |
apache-skor | 11,5 | 10,4 | 12,5 |
Sjúklingadagar í öndunarvél | 689 | 748 | 866 |
Bráðleiki (acuity) | 3,04 | 3,38 |
Tafla 1. APACHE-skor mælir ástand sjúklings og bráðleiki mælir hjúkrunarálag.
Sjúklingadagar í öndunarvél voru 177 fleiri fyrstu 7 mánuði ársins en sömu mánuði 1998 eða sem nemur 26%. Það vitnar líka um hvað slysin hafa verið alvarleg, að í júní til ágúst 1998 þurftu aðeins 2 sjúklingar að vera í öndunarvél eftir slys, 4 sömu mánuði í fyrra en 19 þetta tímabil í sumar. Sjúklingur í öndunarvél krefst aukins
Mynd 6. Sjúklingadagar í öndunarvél fyrstu 7 mánuði áranna 1998 - 2000.
mannaafla og umönnunar en auk þess eykst lyfjakostnaður til muna. Í heild voru 232 sjúklingadagar slasaðra á gjörgæsludeildinni í Fossvogi í júní, júlí og ágúst. Síðan um áramót hafa bráðaaðgerðir verið hlutfallslega fleiri í Fossvogi en sama tímabil í fyrra og þær tekið lengri tíma. Aðgerðirnar hafa því að jafnaði verið flóknari og umfangsmeiri á þessu ári.
Fresta hefur þurft krabbameinsaðgerðum að undanförnu vegna mikils álags og þrengsla á gjörgæsludeild af völdum slysa. Krabbameinssjúklingar eru oftast viðkvæmir gagnvart svæfingu, skurðaðgerðum og slíku. Því er nauðsynlegt að þeir séu í gjörgæslu fyrstu klukkustundir eða sólarhringa eftir aðgerð. Þegar gjörgæsludeild yfirfyllist, sbr. slysaöldu undanfarið, verður að fresta aðgerðum þótt nauðsynlegar séu, þar til hægt er að tryggja gjörgæslu.
Gjörgæsludeild við Hringbraut
Slysaþjónusta er fyrst og fremst veitt á Landspítala Fossvogi. Gjörgæsludeild við Hringbraut annast aðallega sjúklinga sem lent hafa í brunaslysum og þegar álag á gjörgæsludeild í Fossvogi verður of mikið.
Sjúklingum hefur ekki fjölgað teljandi undanfarið og ekki hefur þurft að grípa til þess að fresta hjartaaðgerðum eða öðrum stórum aðgerðum sökum þrengsla á gjörgæsludeildinni.
Viðbótarkostnaður vegna fjölgunar slysa
Aukinn kostnaður Landspítala - háskólasjúkrahúss vegna slysaöldu fyrstu átta mánuði ársins er metinn á 39,6 milljónir króna.
Kostnaðarauki vegna slysamóttöku | 11.8 m.kr. |
Kostnaðarauki á gjörgæslu | 12.1 m.kr |
Kostnaðarauki legudeilda | 15.7 m.kr |
Alls | 39.6 m.kr |
Í rekstraráætlun Landspítala - háskólasjúkrahúss er meðal annars tekið mið af þróun íbúafjölda, tíðni slysa og hjúkrunarþyngd sjúklinga. Mikil fjölgun alvarlegra slysa hefur leitt til verulegs kostnaðarauka á spítalanum umfram áætlanir. Hann kemur helst fram á slysa- og bráðamóttöku, gjörgæsludeild í Fossvogi og á legudeildum. Kostnaðarauki vegna slysa felst í útgjöldum umfram þá aukningu sem búast má við þegar tekið er tillit til fjölgunar íbúa og verð- og launahækkana.
Aukinn kostnaður á slysamóttöku
Langstærstur hluti af kostnaðarauka á slysadeildum vegna fjölgunar á slysum er á slysa- og bráðamóttöku í Fossvogi eða 11.6 m.kr. Kostnaður á bráðamóttöku við Hringbraut er 0,2 m.kr.
Aukinn kostnaður á gjörgæsludeild í Fossvogi
Kostnaður hefur aukist á gjörgæsludeild í Fossvogi vegna fjölgunar slysa.
Kostnaðarauki á gjörgæslu er metinn út frá hækkuðum launakostnaði og meiri rekstrarvörunotkun sem fylgir auknum bráðleika slasaðra sjúklinga.Viðbótarkostnaður vegna þeirra sem slasast mikið skiptist með eftirfarandi hætti:
· Hreinn viðbótarkostnaður vegna fjölgunar sjúklingadaga í öndunarvél er 3.1 m.kr. Í þeirri upphæð felst kostnaður við vökvagjöf, lyf og hjúkrunarvörur sem þarf til að einstaklingurinn geti verið í öndunarvél. Meiri bráðleiki þýðir einnig fleiri myndatökur. Þegar sjúklingur liggur í öndunarvél þarf að taka að minnsta kosti eina röntgenmynd á dag. Röntgenkostnaður hefur aukist um 550 þúsund krónur.
· Launakostnaður hefur hækkað um 5 m.kr. vegna fleiri aukavakta og útkalla sem hefur orðið að grípa til vegna aukins álags.
· Annar lyfjakostnaður hefur vaxið um 2.4 m.kr. vegna alvarlegra slysa.
· Kostnaður við aukna notkun hjúkrunarvara er um 750 þúsund krónur vegna annarra sjúklinga en þeirra sem þurfa að vera í öndunarvél.
Kostnaðarauki á legudeildum Landspítala
Í kostnaði legudeilda er miðað við að meðallegutími slasaðra sé 4 dagar. Meðalkostnaður á dag er 15.000 krónur. Miðað við hvað innlögnum slasaðra hefur fjölgað fyrstu 8 mánuði ársins frá sama tímabili í fyrra og sjúklingar sem liggja á legudeildum spítalans hafa verið alvarlega slasaðir er líklegt að kostnaður á legudag sé vanmetinn.
Önnur starfsemi
Mikil fjölgun sjúklinga á slysa- og bráðamóttökum hefur ekki aðeins fjárhagslegar afleiðingar á starfsemina þar og á gjörgæsludeildum. Hún hefur einnig jaðaráhrif sem koma fram á víða í starfsemi spítalans. Í því sambandi má nefna röntgendeildir, rannsóknarstofur, Blóðbanka og skurðstofur. Sá kostnaður er verulega vanmetinn í þessarri úttekt.
Íbúafjöldi og komufjöldi á slysa- og bráðamóttökur
Landsmönnum fjölgar um rúmlega 1% á ári en íbúafjölgun á höfuðborgarsvæðinu hefur verið rúmlega 2% síðustu árin. Þannig fjölgar íbúum á þjónustusvæði Landspítala - háskólasjúkrahúss.
Athyglisvert er að komum á slysa- og bráðamóttökur Landspítala - háskólasjúkrahúss hefur fjölgað mun meira en íbúum höfuðborgarsvæðisins eða um 12,5% frá 1998 til 1999.
Áhrif á biðlista
Biðlistaaðgerðir eru í lágmarki yfir sumartímann, þannig að slysaalda sumarsins hefur óveruleg áhrif á biðlista.
Leiðir til úrbóta
Fækkun slysa er besta leiðin til að draga úr álagi á slysa og bráðamóttökur spítalans. Við gagnasöfnun vegna greinargerðinnar bentu starfsmenn í slysa- og bráðaþjónustu einnig á ýmislegt annað sem þyrfti að koma til. Helst var nefnd endurnýjun á húsnæði slysa- og bráðamóttöku í Fossvogi, að ljúka framkvæmdum við nýtt bráðaherbergi á bráðamóttöku Hringbraut og tækjavæðing. Einnig var bent á mikið álag á starfsmenn í slysa- og bráðaþjónustu og tíðar mannabreytingar þar, sérstaklega við hjúkrun. Nauðsynlega þyrfti líka að auka stuðning við starfsfólkið á álagstímum.
Eftirtaldir veittu upplýsingar við vinnslu greinargerðarinnar:
Bryndís Guðmundsdóttir, hagfræðingur/fjármálafulltrúi
Brynjólfur Mogensen, forstöðulæknir
Gísli H. Sigurðsson, forstöðulæknir/prófessor
Guðmundur Þorgeirsson, yfirlæknir
Gyða Halldórsdóttir, sviðsstjóri
Katrín Pálsdóttir, sviðsstjóri
Kristín I. Gunnarsdóttir, hjúkrunardeildarstjóri
Margrét Ásgeirsdóttir, aðstoðarhjúkrunardeildarstjóri
Ólöf Másdóttir, hjúkrunardeildarstjóri
Ragnheiður Alfreðsdóttir, hjúkrunardeildarstjóri
Þorsteinn Svörfuður Stefánsson, yfirlæknir