Evrópudagur í skyndihjálp Rauða krossins og Rauða hálfmánans verður haldinn í
Fjölskyldu-og húsdýragarðinum 16.september 2000 kl. 13-17.
Þjóðarátak gegn umferðarslysum
Skyndihjálp þegar á reynir.
Fjölmargir aðilar taka þátt í þessu átaki með Rauða krossinum, Landsbjörg, lögreglan, Landssamband slökkviliðs og sjúkraflutningamanna, Slökkvistöð Reykjavíkur,Neyðarlínan, Lyfjaverslun Íslands, ökukennarar,Slysavarnarátakið Árverkni, Umferðaráð(beint útvarp), Blóðbankinn, ofl. Þessir aðilar munu kynna starfsemi sína með ýmsu móti, fræðsla, forvarnir, sýnikennsla, sett á svið slys, björgun ofl.
ÍTR og Vegagerðin eru styrktaraðilar.
Blóðbankinn kynnir starfsemi sína, myndbandsýning, barmnælur, plaköt, bæklingar, blóðþrýstingsmæling, boðið upp á veitingar. Blóðgjafafélagið verður með kynnningu og gefur blöðrur.
Ýmis skemmtiatriði verða í gangi allan daginn í garðinum: Gunni og Felix verða með tvær uppákomur, Gísli Rúnar, Edda og Laddi setja upp Heilsubælið. Fallhlífarstökk, Ratleikur ofl. ofl.
Dagskrá Evrópudagsins verður auglýst nánar í dagblöðunum.