Ingibjörg Pálmadóttir heilbrigðisráðherra og Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra litu inn á slysa- og bráðamóttöku og gjörgæsludeildir í Fossvogi og við Hringbraut síðdegis. Tilefnið var að færa starfsfólkinu þakkir fyrir mikla fórnfýsi og framúrskarandi störf við erfiðar aðstæður vegna slysa síðustu daga. Á ríkisstjórnarfundi í morgun var rætt um það mikla álag sem verið hefur á þessa starfsemi spítalans síðustu mánuði, einkum vegna alvarlegra slysa að undanförnu.
Ráðherrar færa þakkir
Heilbrigðisráðherra og utanríkisráðherra færðu starfsfólki Landspítala - háskólasjúkrahúss í dag þakkir fyrir framlag þess við umönnun í kjölfar alvarlegra slysa að undanförnu
Ingibjörg Pálmadóttir heilbrigðisráðherra og Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra litu inn á slysa- og bráðamóttöku og gjörgæsludeildir í Fossvogi og við Hringbraut síðdegis. Tilefnið var að færa starfsfólkinu þakkir fyrir mikla fórnfýsi og framúrskarandi störf við erfiðar aðstæður vegna slysa síðustu daga. Á ríkisstjórnarfundi í morgun var rætt um það mikla álag sem verið hefur á þessa starfsemi spítalans síðustu mánuði, einkum vegna alvarlegra slysa að undanförnu.