Magnús Skúlason, áður framkvæmdastjóri fjármála- og rekstrar á Sjúkrahúsi Reykjavíkur, hefur verið ráðinn til starfa í heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu. Hann verður þar skrifstofustjóri fjármáladeilar en núverandi skrifstofustjóri er að fara í ársleyfi.
Magnús er viðskiptafræðingur. Hann var ráðinn skrifstofustjóri Borgarspítalans 1985 og varð síðar aðstoðarframkvæmdastjóri spítalans, þar til hann tók við starfi framkvæmdastjóra fjármála og reksturs við sameiningu Borgarspítalans og Landakots 1. jan 1996. Því starfi gegndi Magnús þar til hann varð forstöðumaður þróunar- og hagdeildar þegar nýtt skipurit Landspítala – háskólasjúkrahúss tók gildi nú í vor.
Magnús er í sumarleyfi en hefur störf í ráðuneytinu um miðjan júlí.