Miðstöð áfallahjálpar Landspítala Fossvogi og Hringbraut hefur sent starfsfólk á vettvang vegna jarðskjálftanna á Suðurlandi. Landlæknir óskaði eftir aðstoðinni og eru fjórir komnir til starfa á Sólheimum í Grímsnesi og tveir í fjöldahjálparstöðinni á Selfossi. Auk þess hefur símavakt áfallahjálparinnar í Fossvogi verið efld. Hún er opin allan sólarhringinn. Þar svarar í símann fólk sem hefur reynslu í áfallahjálp.
Milli 30 og 40 manna hópur starfsmanna áfallahjálpar Landspítala Fossvogi og Hringbraut er tilbúinn að veita þjónustu. Í hópnum eru hjúkrunarfræðingar, geðlæknar, prestar, félagsráðgjafar og sálfræðingar.
Dag og nótt er hægt að hringja í síma áfallahjálpar í Fossvogi.
Númerin þar eru 525 1709 og 525 1710.
Milli 30 og 40 manna hópur starfsmanna áfallahjálpar Landspítala Fossvogi og Hringbraut er tilbúinn að veita þjónustu. Í hópnum eru hjúkrunarfræðingar, geðlæknar, prestar, félagsráðgjafar og sálfræðingar.
Dag og nótt er hægt að hringja í síma áfallahjálpar í Fossvogi.
Númerin þar eru 525 1709 og 525 1710.