Norrænt rannsóknarþing sjúkraþjálfara verður haldið á Grand Hótel í Reykjavík 22. til 24. júní næstkomandi. Þetta er 5. norræna rannsóknarþingið í sjúkraþjálfun og í fyrsta skipti sem það er haldið hér á landi. Mikill áhugi er á þinginu og skráðir nærri 300 þátttakendur, þar af um það bil 200 erlendir frá 19 þjóðum. Bæði er hægt að sitja allt þingið og ákveðna daga þess.
Nánari upplýsingar um þingið er að finna í Dagbókinni (hnappur til vinstri á heimasíðunni).
Þingið er viðamikið og verða fyrirlestrar í 6 sölum í einu, auk gestafyrirlestra og vinnustofa (Workshops). Einnig verður haldin vörusýning í tengslum við þingið.