Norræna öldrunarfræðaráðstefnan, sú 15. í röðinni, verður haldin í Háskólabíói dagana 4.-7.júní á vegum Öldrunarfræðafélags Íslands og Félags íslenskra öldrunarlækna. Þetta er í þriðja sinn sem ráðstefnan er haldin á Íslandi. Yfirskrift hennar er ,,Á mótum tveggja heima". Höfðar nafnið annars vegar til aldmótanna og hins vegar til þeirra miklu framfara sem eiga sér nú stað í öldrunarrannsóknum og þjónustu ásamt breytingum á högum aldraðra, hækkandi lífaldri og breyttri aldurssamsetningu í vestrænu samfélagi.
Í tengslum við landafundaafmælið verður sérstök forráðstefna þann 4. júní í samvinnu við American Federation for Aging Research en það eru bandarísk samtök sem standa að öldrunarrannsóknum. Þar verður megináhersla lögð á beinþynningu og heilabilun og koma átta bandarískir fyrirlesarar sérstaklega til landsins þess vegna. Á Norræna öldrunarfræðafundinum verða 700 fræðimenn á sviði öldrunar og starfsmenn öldrunarþjónustunnar á Norðurlöndum bera saman bækur um það sem hæst ber í öldrunarfræðum. Þetta er stærsta Norræna öldrunarfræðaráðstefnan til þessa. "
Í tengslum við landafundaafmælið verður sérstök forráðstefna þann 4. júní í samvinnu við American Federation for Aging Research en það eru bandarísk samtök sem standa að öldrunarrannsóknum. Þar verður megináhersla lögð á beinþynningu og heilabilun og koma átta bandarískir fyrirlesarar sérstaklega til landsins þess vegna. Á Norræna öldrunarfræðafundinum verða 700 fræðimenn á sviði öldrunar og starfsmenn öldrunarþjónustunnar á Norðurlöndum bera saman bækur um það sem hæst ber í öldrunarfræðum. Þetta er stærsta Norræna öldrunarfræðaráðstefnan til þessa. "