Tilgangur með alþjóða blóðgjafadeginum er að vekja athygli almennings og stjórnvalda á málefnum blóðgjafa og blóðbankaþjónustu. Dagurinn var fyrst haldinn hátíðlegur víða um lönd árið 1995.
Blóðbankinn kl. 08-17: Allir sem koma og gefa blóð þann dag og það sem eftir lifir vikunnar fá rauða rós fyrir blóðgjöfina. Íslensk garðyrkja og Íslenskir blómabændur gefa blómin. Starfsmaður frá Blómagalleríi Hagamel afhendir blóðgjöfum blóm 23. maí og skreytir Blóðbankann utan sem innan. Allir fá eitthvað gott með kaffinu. Slagorð blómabænda er "Segðu það með blómum".
Í Blóðbankanum er sagt "Gefðu með hjartanu". Gefðu blóð og þú færð blóm. Starfsfólk Blóðbankans vonast til þess að blóðgjafar sjái sér fært að gefa blóð og að þeir muni eftir Blóðbankanum áður en haldið er í sumarfrí.
Alþjóða Blóðgjafasamtökin, IFBDO (International Federation of Blood DonorOrganizations) ákváðu að helga 23. maí ár hvert þessu málefni. Yfir 80 þjóðlönd í heiminum halda nú upp á daginn.
Alþjóða blóðgjafasamtökin voru stofnuð árið 1955 og gekk BlóðgjafafélagÍslands í þau árið 1998. Meðal markmiða IFBDO er að sjá til þess að nóg blóð sé til frá sjálfboðaliðum sem þiggja ekki greiðslu fyrir blóðgjöfina. Samtökin stuðla einnig að auknu trausti almennings á blóðframboði þjóða með því að samræma öryggisstaðla og eftirlit með blóðgjöfum.
Alþjóða heilbrigðismálastofnunin WHO helgar árið 2000 málefnum blóðgjafaundir slagorðinu "Öruggt blóð". Traust og örugg blóðgjöf byggir á heilbrigðum blóðgjöfum. Þeir sem njóta heilbrigðis ættu að sýna þakklæti sitt í verki og gefa sjúkum blóð.