Heilbrigðisvísindabókasafnið hefur tekið gagnasafnið Clinical Key í áskrift með samningi til þriggja ára. Með þessari áskrift stóreykst aðgangur m.a. að bókum og tímaritum.
Clinical Key er klínísk leitarvél sem samanstendur af s.k. „clinical overviews“ til aðstoðar við klíníska ákvörðunartöku, lyfjaupplýsingum, reiknivélum til að styðja við klíníska ákvarðanatöku, klínískum leiðbeiningum, myndefni og sjúklingafræðslu. Hægt er að leita eftir hugtökum eða takmarka við sérgreinar.
Clinical Key býður einnig aðgang að ríflega 1000 rafbókum og um 900 tímaritum. Allar eru bækurnar nýjar áskriftir en sum tímaritanna eru nú þegar í áskrift safnsins. Auk þess að vera í CK þá eru bækurnar og tímaritin aðgengileg í rafbókalista og tímaritalista safnsins auk þess sem gögnin verða skráð í Gegni (leitir.is)
Clinical Key býður upp á persónulega skráningu símenntunar, CME/MOC.
Utan spítalans er Clinical Key aðgengilegt í gegnum Open Athens, aðgangsstýringarkerfi bókasafnsins.
Nánari kynning fer fram á Clinical Key næstu mánuði.