Ráðstefna í Stokkhólmi
26. – 27. september 2024
Dagana 26. – 27. september 2024 var haldin ráðstefna í Stokkhólmi fyrir innkaupastjóra og sjálfbærnisstjóra á Norðurlöndum. Ráðstefnuna sóttu Unnur Björk Gunnarsdóttir og Sigrún Tryggvadóttir, verkefnastjórar á innkaupadeild Landspítala.
Þema fundarins var: Aðfangakeðjur framtíðarinnar – The Supply Chains of the Future.
Markmið fundarins var að:
- Styrkja tengsl opinberra innkaupaaðila á Norðurlöndunum.
- Tilgreina lykilsvið og aðferðir til frekara samstarfs.
- Deila upplýsingum sem stuðla að sjálfbærum opinberum innkaupum.
Nánari upplýsingar má finna á vefsíðunni Upphandling24 .