Að þessu sinni eru sérstakar kröfur fyrir sýklalyf í útboðinu til að sporna m.a. við vaxandi sýklalyfjaónæmi, enda sýklalyfjaónæmi vaxandi vandamál víða um heim.
Á undanförnum árum hefur í sumum tilfellum verið erfitt að tryggja framboð á tilteknum eldri lyfjum fyrir Ísland, Noreg og Danmörku.
Áskorunin hvað varðar framboð á eldri lyfjum hefur aukist ár frá ári, því var þriðja samnorræna lyfjaútboðið auglýst nýlega.
Í útboðinu er auglýst eftir boðum í eldri lyf sem á köflum verið erfitt að útvega í löndunum þremur og í annað sinn er áherslan á umhverfismál auk verðs og afhendingaröryggis.
Óskað er tilboða í eftirfarandi lyf, sem eru gefin í æð: ampicillin, piperacillin & tazobactam, cefuroxime, gentamicin, ciprofloxacin, vancomycin, metronidazole, ondansetron, hydrocortisone, fluconazole, aciclovir, methotrexate, paracetamol og meropenem.
Sjá nánar: