Fjarfundir
Landspítalinn er með sérstaka fjarfundagátt sem hýst er hjá Landspítalanum (ekki í skýjalausn).
Fjarfundagáttina geta starfsmenn notað til að hafa örugg samskipti sín á milli eða við aðila fyrir utan spítalann.
Til að hámarka gæði tengingar er mælt með að notendur séu tengdir með netkapli frekar en á þráðlausu neti, þó það gangi vel í flestum tilfellum. Á álagstímum geta notendur fundið fyrir truflun eða tapi á myndgæðum.
Ytri aðilar þurfa í flestu tilfellum að opna tengil sem þeir fá senda í tölvupósti og/eða með SMS, með varfra (e. browser). Mælst er til þess að notendur opni tengla með Google Chrome eða Safari vafranum og þá ef best að stilla tölvur og snjalltæki áður, þannig að þau opni fjarfundatenglan sjálfvirkt með þessum vöfrum. Hér að neðan má sjá hvernig þetta er stillt á tækjum.